Þriðjudagur, 15. október 2013
Til merkis um hugleysi ríkisstjórnarinnar
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 59,9% samkvæmt nýrri könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka.
Þetta eru magnaðar niðurstöður ef hugsað er til þess hvað þarf að taka margar umdeildar ákvarðanir til að rétta ríkisskútuna af og hleypa lífi í hagkerfið að nýju. Stuðningur ætti að vera miklu, miklu lægri. Þessi mikli stuðningur er til merkis um að ríkisstjórnin þorir ekki að taka umdeildar ákvarðanir og ætlar að draga lappirnar í öllu sem skiptir máli.
Megi óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir á næstu misserum valda helmingun þessara vinsælda að minnsta kosti, og megi jákvæð áhrif þeirra ákvarðana vera komin í ljós við næstu kosningar, þannig að ríkisstjórnin haldi áfram að þora að vera umdeild og láti erfiðu verkefnin ekki hræða sig.
59,9% styðja ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Ef menn hér, og annars staðar, hefðu í sér manndóm til að lækka skatta almennilega og segja upp opinberum starfsmönnum væri staðan í efnahags- og atvinnumálum allt önnur við lok þessa kjörtímabils.
Ég er nokkuð hrifinn af hugmyndum Herman Cain en hann lagði til 9% vsk, tekju- og fyrirtækjaskatt í USA þegar hann bauð sig fram til forseta. Sprenging hefði orðið í efnahagslífi USA hefði hann náð kjöri ásamt því sem hann vildi leggja af alls kyns óreglur sem engu gagni þjóna öðru en gera fólki lífið erfiðara.
Hér er orðið einkavæðing álitið slæmt og eigum við eftir að bíta úr nálinni með það seinna með enn dramatískari hætti en við gerum nú þegar.
Helgi (IP-tala skráð) 16.10.2013 kl. 10:08
Þetta með að vera á móti einkavæðingu er alveg stórkostlegt fyrirbæri.
Í fyrsta lagi: Flestir virðast geta tekið undir að "samkeppni" sé góð (og að margar ríkisstofnanir þurfi til að tryggja sem mest af henni). Bónus og Krónan, N1 og Skeljungur, osfrv. Allt tal um að samkeppni sé nauðsynleg og af hinu góða er nánast komið út í öfgar; fólk er farið að rugla saman samkeppnismarkaði (opinn markaður og fáar hindranir fyrir nýja aðila) og því að mörg fyrirtæki bítist um sömu hítuna (að ekkert fyrirtæki fái að kaupa annað til að hagræða á litlum markaði).
Í öðru lagi: Flestir virðast vera þeirrar skoðunar að samkeppni á sumum sviðum sé alveg hræðilegur hlutur. Það á bara að vera ein lögregla, ein læknastétt (á launaskrá ríkisins), ein Vegagerð, ein Landshelgisgæsla, einn aðili sem sér um að þjónusta Íslendinga í útlöndum (Utanríkisráðuneytið og sendiráð þess), og svona mætti lengi telja. Hérna er samkeppni talin vera alveg ómöguleg. Hérna þarf að vera ríkiseinokun, sama hvað hún kostar eða hversu óhagkvæm hún er. Að allir fái jafnömurlega þjónustu er talið mikilvægara en að einhverjir dragi vagninn áfram fyrir eigið fé og hækki standardinn sem aðrir njóta svo góðs af seinna (nema í tilviki brjóstastækkana og leiseraðgerða á sjón, svo tvö dæmi af fáum um algjörlega einkarekna heilbrigðisþjónustu á Íslandi séu nefnd).
Svo það er ekki furða að einhver ruglingur sé í gangi varðandi gagn og nytsemi þess að skera rekstur úr snöru ríkisins.
Geir Ágústsson, 17.10.2013 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.