Til hagræðingarnefndar ríkisstjórnarinnar: Fækkum boðum og bönnum

Hvað ætli mikið af tíma lögreglu og yfirvalda fari í að skipta sér af friðsömum viðskiptum og samskiptum fullorðins, sjálfráða og fjárráða fólks? Ég giska á að vinnustundirnar skipti mörg þúsundum á ári.

Hvað ef eitthvað af boðum-og-bönnum-reglugerðafrumskóginum væri einfaldlega komið í lóg? Þá myndu sömu þúsundir vinnustunda losna og nýtast í eitthvað annað, t.d. koma í veg fyrir þjófnaði og ofbeldisglæpi. Lögreglan gæti e.t.v fengið örlítið meira svigrúm til að aðlaga sig að aðstæðum og setja inn aukinn styrk þar sem þess er þörf. Hún þyrfti ekki að banka á dyr hins opinbera og krefjast á hverju ári meiri fjárframlaga, og gæti jafnvel þolað einhvern niðurskurð, enda eru vasar skattgreiðenda tómir.

Boðin og bönnin hjálpa e.t.v. einhverjum stjórnlyndissjúklingum og siðapostulum og þeim sem vita einfaldlega ekki betur að sofa rólegir á kvöldin. Kostnaðurinn er hins vegar gríðarlegur. 

Eða eins og segir á einum stað:

 All research and successful drug policy shows

That treatment should be increased,

And law enforcement decreased,

While abolishing mandatory minimum sentences

(System of a Down: Prison Song


mbl.is Seldi 19 ára unglingum áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Lestir eru ekki glæpir.

Hvað gefur einum fullveðja einstakling rétt að ákveða fyrir annan fullveðja einstakling hvað má gera og hvað ekki?

Helgi (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 06:08

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þetta er allt svo yndislega innræktað.

Í dag er fjöldi fólks á fullum launum við að berjast gegn reykingum, drykkju og eiturlyfjum. Eðlilega er það þessu fólki persónulega í hag að hafa sem hæst um lifibrauð sitt og tryggja þannig straum peninga og áhrifa til þess sjálfs. Einhverjir þessara einstaklinga berjast auðvitað af hugsjón, eins og aðrir gegn banni á sömu hluti, en launaávísunina þarf að fjármagna einhvern veginn.

Í Bandaríkjunum voru það lyfjafyrirtækin sem börðust harðast gegn friðsamlegri neyslu almennings á allskyns heimaræktun og náttúrulegum vímugjöfum og verkjalyfjum. Það kæmi mér ekki á óvart ef sömu sögu mætti segja um Evrópu.

Síðan er það þetta almenna hugarfar að ríkið MEGI yfirleitt gera hvað sem það vill. Það hugarfar er olían sem knýr bannmaskínuna áfram. Ef ríkisvaldinu væri sett einhver mörk í huga almennings er líklegra að það héldi sig á mottunni og við fyrirfram ákveðin verkefni.

Ríkið gengur eins langt og það kemst upp með.

Geir Ágústsson, 8.10.2013 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband