Heilbrigðiskerfið kafnar í faðmi ríkisvaldsins

Hið íslenska heilbrigðis"kerfi" er að kafna í alltof þéttu faðmlagi ríkisvaldsins. Það verður ekki "varið" nema með því að sjúga seinustu blóðdropana úr uppþornuðum æðum skattgreiðenda. Það ber að frelsa úr hinu kæfandi faðmlagi. Með orðinu "frelsa" meina ég:

Ríkisvaldið á að hætta öllum rekstri heilbrigðisþjónustu. Sé pólitískur vilji fyrir því að fjármagna heilbrigðisþjónustu með skattfé má gera það með öðrum leiðum en opinberum rekstri á heilbrigðisstofnunum, t.d. fjármögnun aðgerða, lyfja og meðhöndlunar í gegnum útboð til einkaaðila.

Ríkisvaldið á að afnema hamlandi lög og reglur sem koma í veg fyrir nýsköpun, samkeppni og tilraunastarfsemi einkaaðila á markaði heilbrigðisþjónustu. Ekki þurfa allir sem vilja keyra í bíl að keyra um á dýrustu tegund Mercedes Benz með allri nýjustu tækni. Stundum þarf bara manneskju sem kann að sprauta í æð og skipta um sárabindi og er jafnvel án dýrrar þjálfunar eða menntunar. Ríkisvaldið á ekki að ákveða hver gerir hvað, eða hvaða kröfur eigi að gilda um alla sem sinna ákveðinni tegund heilbrigðisþjónustu.

Ríkisvaldið á að draga stórkostlega úr skattheimtu sinni í nafni heilbrigðisþjónustu og gefa hverjum og einum þannig kost á að velja hentuga blöndu af sjúkratryggingum og staðgreiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu, hver fyrir sig, rétt eins og gildir um bíla og fasteignir og annað sem er sumpartinn varið með tryggingum, og sumpartinn haldið við með beinum fjárútlátum. 

Heilbrigðisþjónusta er of mikilvæg til að láta hana ríkisvaldinu eftir. 


mbl.is Frumvarp stuttbuxnastráka í matador
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, ég er sammála varðandi "nýsköpun, samkeppni og tilraunastarfsemi einkaaðila á markaði heilbrigðisþjónustu". Ef það er "pólitískur vilji fyrir því að fjármagna heilbrigðisþjónustu með skattfé" ertu þá viss um að kostnaður + viðskiptakostnaður (transaction cost) heilbrigðisþjónustu verði minni í höndum einkaaðila en núverandi kostnaður þar sem ríkið sér sjálft um þjónustuna (að því gefnu að um nákvæmlega jafn margar vinnueiningar er að ræða)? Kveðja.

g (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 11:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Meintur sparnaður sem á að hljótast af

- einokun ríkisins (fákeppni)

- starfsmönnum á óhagganlegum ráðningarsamningum hjá hinu opinbera

- æðsta rekstrarvaldi hjá pólitíkusum

..hefur því miður ekki sést á blaði þótt margir tali um hann. Meint samlegðaráhrif sósíalismans standast því miður ekki skoðun né gagnrýni.

Eða hvort væri sjoppum landsins eða fatahreinsunum eða blómabúðum eða bifreiðaverkstæðum eða augnlæknastofum betur borgið í núverandi smárekstri þúsunda eininga, eða undir sama hatti í umsjón hins opinbera?

Eini ágóðinn af núverandi fyrirkomulagi er sá sem opinberir starfsmenn hljóta í formi valda og launa, í skjóli frá markaðslögmálunum, undir verndarvæng hins opinbera og með tryggðan lífeyri á kostnað skattgreiðenda við starfslok.

Geir Ágústsson, 4.10.2013 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband