Miðvikudagur, 4. september 2013
Tíma lögreglu sóað
Eltingaleikur lögreglu við fíkniefnaframleiðendur, -seljendur, -dreifendur og -neytendur er sóun á tíma hennar. Hennar orku á að beina að stöðvun ofbeldisglæpa og rannsóknarvinnu vegna innbrota og þjófnaðar. Lögregla á að verja líf og limi og eigur, en ekki elta uppi þá sem komast í snertingu við einhver ákveðin efni frekar en önnur.
Lögreglan er í þeirri stöðu að þurfa framfylgja íslenskum lögum. Ekki er létt fyrir lögregluþjóna að líta í hina áttina ef þeir komast á snoðir um eitthvað sem er lögbrot, sama hvað það er. Ég vil samt hvetja lögreglumenn til að reyna að líta í hina áttina þegar fíkniefna"brot" eiga sér stað. Ég vil hvetja yfirmenn lögreglumanna til að þrýsta ekki á framfylgni fíkniefnalöggjafarinnar. Ég vil hvetja stjórnmálamenn til að afnema úr lögum þá kafla hegningarlaganna er snúa að fíkniefnameðhöndlun ýmis konar.
Tíma lögreglu gæti þá verið betur varið. Það hættulegasta við fíkniefni er bannið við þeim.
Stórtækir fíkniefnasalar stöðvaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Facebook
Athugasemdir
morð, ofbeldisglæpir, innbrot og þjófnaður eru auðvitað aldrei tengd fíkniefnanotkun... eða hvað?
VAT (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 11:56
Jú, en líka áfengisneyslu, fjárskorti af ýmsum ástæðum, illu innræti, skapofsa og jafnvel bara almennum uppreisnaranda. En ekkert af þessu er bannað með lögum.
Geir Ágústsson, 4.9.2013 kl. 12:17
Það eru aðeins notendur eiturlyfja sem vilja að þau verði lögleidd.
Við hin viljum efla Lögregluna og auka forvarnir.
Þannig er það nú.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 13:05
Birgir: Hvaða bull er þetta í þér? Er ég notandi ef ég vil lögleiða fíkniefni, taka helstu tekjulind glæpahópa frá þeim og skattleggja hana og nota skattinn til þess að efla forvarnir? Og hvernig í ósköpunum á efling lögreglu að koma í veg fyrir nokkurn skapaðan hlut? Þetta er lýðheilsuvandamál ekki lögreglumál.
Jóhann Björn (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 13:41
Birgir: Þú hefur rangt fyrir þér. Fíkniefnaneysla er ekki réttarfarsvandamál, heldur heilbrigðisvandamál. Það leysist ekki með ofbeldi.
Einar (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.