Norður-Kórea

Íbúar Norður-Kóreu eru sennilega kúgaðasta fólk jarðar. Þeir eru svo kúgaðir að þeir gera sér ekki einu sinni grein fyrir því. Ég sá heimildamynd um daginn sem sýndi fólk lýsa yfir aðdáun sinni á kúgurum sínum af mikilli einlægni en um leið af miklum ótta. Það veit að ef það hrósar ekki yfirvöldum sínum og lofar þau í hverjum andadrætti þá tekur við líf í fangabúðum; strit til dauðadags, þar sem dauðinn er sennilega meiri blessun en lífið.

Engu að síður virðist ríkja ákveðið umburðarlyndi gagnvart yfirvöldum þarna. Þau fá skuldir afskrifaðar, neyðaraðstoð og hálfgerða vorkunn. Þau eiga ekkert slíkt skilið.

Yfirvöld Norður-Kóreu eru ekki fordæmd fyrir að slátra saklausu fólki eða hneppa í þrælahald. Þau komast upp með að ræna erlendum ríkisborgurum. Þau eru í rólegheitum að byggja upp vopnabúr af langdrægum eldflaugum, útbúnum kjarnorkuoddum, og "æfa sig" í að skjóta þeim í átt að Suður-Kóreu og Japan.

Eitthvað minna hefur nú verið notað til að réttlæta innrás í ríki. Það ætla ég nú samt ekki að reyna gera. Skattgreiðendur eiga ekki að þurfa fjármagna lögregluleik stjórnmálamanna. Aldrei.  

Er enginn málaliðaher að safna fé til að fjármagna leynilegt ferðalag inn í Norður-Kóreu til að myrða alla æðstu toppa hersins og Kommúnistaflokksins? Mér er illa við að segja það, en ég myndi íhuga að styrkja slíkan leiðangur. Kannski þarf ekki meira til að losa um heljartakið. Ég held að meira að segja hermenn landsins yrðu því fegnir að geta lagt byssuna á hilluna. 

Norður-Kórea er víti á Jörðu fyrir þá sem fæðast þar. Er ekki hægt að gera eitthvað í því án þess að gefa stjórnmálamönnum frjálsar hendur til að kaupa atkvæði með stríðsrekstri og sjálfsupphafningu?


mbl.is Lét taka fyrrverandi unnustu sína af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þetta land er hræðilegt. Held ég hafi heyrt fyrir nokkru síðan að leikskólabörn væru hvött til að segja frá því ef foreldrarnir hallmæltu yfirvöldum landsins.

Ég held að S-Kórea sé loksins orðin harðari í horn að taka gagnvart frændum síðan fyrir norðan.

Þetta land hrynur eins og spilaborg einn daginn þó það verði auðvitað alltof seint fyrir íbúa þess. Að íbúunum hefur auðvitað verið logið áratugum saman og margir þurfa sjálfsagt sálfræðilega aðstoð þegar þeir komast að því hvernig með þá var farið.

Helgi (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 16:14

2 identicon

"Er enginn málaliðaher að safna fé til að fjármagna leynilegt ferðalag inn í Norður-Kóreu til að myrða alla æðstu toppa hersins og Kommúnistaflokksins?"

Setjum þessa hugmynd inn á kickstarter.com

Jóhann Björn (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 19:41

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eins og það er nú mikið tala um NK herinn, þá er hann engin raunveruleg ógn við einn eða neinn.

Né er fútt í þjóðinni, enda hún öll annaðhvort sveltandi eða með óráði. Ekki fólk sem þú vilt ná yfirráðum yfir.

Og þar eru engar sérstakar auðlindir, ef undan er skilin ein tin-náma (sem er reyndar svo stór að hún sést auðveldlega utan úr geimnum.)

Það er engin gulrót fyrir innrás þangað. Ekki nema menn hafi nógu gaman af auðveldum fjöldamorðum til þess að vera tilbúnir að borga til þess að fremja þau.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.8.2013 kl. 20:25

4 identicon

Ásgrímur. Þó hefur verið talað um að þeir þyrftu þó ekki annað en að koma einni flauginni i loftið til að það hefði hræðilegar afleiðingar fyrir skagann og nálæg lönd þar sem ef sprengjan yrði sprengd i lofti hefði það verri afleiðingar heldur en ef hún yrði sprengd á landi..

Davíð Þór (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 20:50

5 identicon

Vil bara að fólk pæli í því að í Norður Kóreu er guðleysi skylda samkvæmt lögum og öll trúarbrögð bönnuð með lögum. Svo hættið að ásaka trúarbrögð í einfeldni ykkar og aðra hugmyndafræði sem ekki er ykkar um að vera undirstaða hins illa. Hvað dóu margir í Sovét? Uppspretta hins illa eru mannlegir brestir, sameiginlegir öllum mönnum, og búa í ykkur sjálfum sem dæmið aðra. Öll reynum við einhvern tíman óþarflega að stjórna öðru fólki, og er dómharkan og að allir sem eru öðruvísi en við og hafi aðrar skoðanir hljóti að vera verri, vægasta birtingarmynd þessarar yfirráðasýki. Sú versta og ljótasta er eins og hjá Kim í Kóreu. Valdið spillir þeim sem þjást af dómhörku og öðrum vægari formum drottnunarsýki og getur jafnvel gert þá að morðingjum.

Raq (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 23:33

6 Smámynd: Geir Ágústsson

"Power tends to corrupt, and absolute power corrupts absolutely. Great men are almost always bad men."

/Lord Acton

(http://en.wikipedia.org/wiki/John_Dalberg-Acton,_1st_Baron_Acton)

Geir Ágústsson, 30.8.2013 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband