Ríkisstjórnin strax komin í tímahrak

Ríkisstjórnin er í tímahraki. Þetta hljómar kannski ótrúlega, en því skal samt trúa. Hún er í tímahraki því mörg stór mál þurfa að komast af stað, og reynslan hefur strax sýnt að ríkisstjórnin stígur varlega til jarðar og lætur háværa álitsgjafa trufla einbeitingu sína. Lítil og létt mál, eins og að senda tölvupóst til Brussel og tilkynna endalok aðlögunarviðræðna, ætla að taka ótrúlega langan tíma, svo dæmi sé tekið.

Mikilvægt er að ríkissjóður hætti að safna skuldum. Gríðarlegur niðurskurður ríkisútgjalda þarf að eiga sér stað, og samningaviðræður við lánadrottna ríkissjóðs sömuleiðis.

Þetta er samt ekki nóg. Ekki dugir að mikilvæg "kerfi", eins og heilbrigðiskerfið, drepist eins og sveltur grís á þurrum spena hins opinbera. Því þarf að koma úr snöru ríkisvaldsins og út á hinn frjálsa markað. Eilífur niðurskurður í kæfandi faðmlögum hins opinbera er engum til góðs. Heilbrigðiskerfið þarf að komast frá ríkisvaldinu til að geta dafnað í krafti einkaframtaks, frumkvöðla og samkeppni. 

Þegar stórir bitar eins og heilbrigðiskerfið og skólakerfið eins og það leggur sig eru komnir úr höndum hins opinbera þarf ekki lengur að gera rekstur þeirra að pólitísku bitbeini og ástæða skuldasöfnunar fyrir hönd skattgreiðenda.

Er ég bjartsýnn þegar ég sting upp á því að stjórnmálamenn mættu e.t.v. aðeins lækka væntingar sínar til eigin hæfni til að ráðskast með Íslendinga og hagkerfið sem þeir starfa í? 


mbl.is Þingið kemur saman 10. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband