Föstudagur, 2. ágúst 2013
Opiđ bréf (blogg) til ríkisstjórnarinnar
Ég vil í fyrsta lagi óska nýrri ríkisstjórn til hamingju međ ađ vera komin til starfa. Ykkar bíđur mikiđ verk og erfitt.
Í öđru lagi vil ég biđja ţingmenn ríkisstjórnarflokkanna um ađ hafa eitt ađ leiđarljósi viđ störf sín: Ađ beina íslensku hagkerfi og samfélagi í hvívetna frá yfirstjórn og eftirliti ríkisvaldsins og í átt ađ frjálsrćđi og auknu svigrúmi til athafna. Ţetta felur í sér nokkur ţeirra atriđa sem nú verđa nefnd.
Skatta á alltaf ađ lćkka eđa afnema. Skattahćkkanir sjúga verđmćti úr vösum ţeirra sem afla ţeirra og í vasa annarra sem sjá um ađ dreifa ţeim. Slíkt bođar aldrei gott. Greiđsla skatta í ríkissjóđ má líkja viđ ađ afhenta barni peninga í nammibúđ og biđja ţađ um ađ fara í bankann og greiđa niđur skuldir eđa fjárfesta til framtíđar. Barniđ eyđir peningunum strax í ánćgju og neyslu. Hagsmunir barnsins snúast ađ ţví ađ uppskera hér og nú. Hagsmunir ríkisvaldsins eru ţeir sömu og hagsmunir starfsmanna ţess og ţeirra sem ţrífast á skattfé eđa vernd hins opinbera.
Ríkisútgjöld á alltaf ađ lćkka. Međ ţví móti má láta skatttekjur mćta útgjöldum og eiga til aflögu til ađ greiđa niđur skuldir. Ţau ţurfa ađ lćkka eins hratt og mögulegt er.
Umsvif hins opinbera ţurfa alltaf ađ vera minnkandi. Ríkisvaldiđ framleiđir ekki verđmćti heldur hirđir ţau af öđrum. Allt sem ríkiđ hefur á sinni könnu gćtu ađrir haft á sinni könnu. Starfsfólk heilbrigđisstofnana veitir ţjónustu gegn greiđslu rétt eins og afgreiđslumađur í matvöruverslun eđa bifvélavirki á verkstćđi. Ríkisvaldiđ hindrar starfsfólk heilbrigđisstofnana og annarra opinberra eininga í ađ spreyta sig á frjálsum markađi ţví samkeppni viđ ríkisvaldiđ er ýmist ómöguleg eđa bönnuđ. Ríkisvaldiđ stendur í vegi fyrir frjálsara sambandi veitenda og kaupenda á fjölmörgum varningi og ţjónustu
Seđlabanka Íslands á ađ leggja niđur. Ríkisvaldiđ á einfaldlega ekkert erindi á markađ peningaframleiđslu og varđveislu. Sögulega hefur ríkiđ einfaldlega söđlađ slíka starfsemi undir sig til ađ auka völd sín, afla tekna í gegnum verđbólgu og tryggja ađ launafólk og eigendur sparifjár taki skellinn í formi rýrnandi kaupmáttar peninga ţegar ríkisvaldiđ hefur eytt um efni fram í langan tíma.
Umsókn um ađild ađ Evrópusambandi á ađ draga til baka sem fyrst. Rökin fyrir ţví eru flestum vel ţekkt. Evrópusambandiđ er deyjandi fyrirbćri, og evran er bćđi af frćđilegum og pólitískum ástćđum dauđadćmdur gjaldmiđill. Hiđ sama má segja um hinn bandaríska dollar og japanska jen, svo einhverjir gjaldmiđlar séu nefndir.
Eftirlitsiđnađ hins opinbera ţarf ađ leggja niđur en til vara ađ minnka stórkostlega. Mađur sem vill djúpsteikja kjúkling og selja á ađ geta gert ţađ án ţess ađ ráđfćra sig viđ hiđ opinbera. Markađsađhaldiđ er nćgjanlegt og í raun miklu öflugra en hiđ opinbera. Ábyrgđartilfinning fólks er stórkostlega deyfđ ţegar ţađ er gefiđ til kynna ađ allt sem er leyfilegt er öruggt og blástimplađ af hinu opinbera. Ef bankahruniđ kenndi okkur eitthvađ ţá er ţađ nákvćmlega sú stađreynd ađ traust á opinberu eftirliti er bćđi varasamt og tilefnislaust.
Ekki láta spekingana sem kćfđu hiđ íslenska hagkerfi međ ráđleggingum sínum hafa áhrif á ykkur. Allar skattalćkkanir eru góđar, alltaf. Öll minnkun á ríkisútgjöldum og umsvifum er góđ. Ţar sem ríkiđ víkur, ţar kemst hiđ frjálsa framtak ađ. Ţar sem ríkiđ fjarlćgir hindranir, ţar verđur til svigrúm til ađ stunda frjáls samskipti og viđskipti. Af réttlćtisástćđum ber ríkinu ađ víkja sem víđast. Í nafni aukinnar auđsköpunar og velferđar til framtíđar ber ríkinu ađ koma sér sem víđast úr veginum. Í nafni umhyggju fyrir íbúum Íslands ber stjórnmálamönnum ađ hafa sem minnst á sinni könnu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.