Fimmtudagur, 4. júlí 2013
Vont ástand að versna
Ummæli seðlabankastjóra Evrópu[sambandsins] um að Portúgal sé í "öruggum höndum" og að vöxtum verði haldið lágum eru vísbending um að vont ástand eigi eftir að versna. Þegar topparnir í Evrópusambandinu tilkynna óumbeðið að allt sé á uppleið er það yfirleitt til marks um að niðurleiðin sé enn framundan. Þannig er það.
Að vöxtum eigi enn að halda lágum, þ.e. peningaprentun á enn að keyra á fulla ferð, er merki um að enn eigi að blása í götótta blöðruna. Þetta hentar mér í sjálfu sér ágætlega, enda á ég fasteign innan landamæra Evrópusambandsins sem má gjarnan hækka í verði svo hún geti selst á jafnháu verði og skuldir mínar í henni. Að öllu öðru leyti er þetta samt slæm ákvörðun.
Peningaprentun framleiðir engin verðmæti, ruglar alla útreikninga, rýrir sparnað, rýrir kaupmátt launa, veldur verðhækkunarbólum, gefur fölsk merki um arðsemi langtímafjárfestinga, og svona mætti lengi telja. Lágvaxtastefnan er eitur í æðar deyjandi eiturlyfjasjúklings. Því á enn að sprauta, í stærri og stærri skömmtum. Það er slæmt.
Portúgal í öruggum höndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Svo má ekki gleyma enn einni aukaverkun lágvaxtastefnunnar: Aukin skuldasöfnun.
Menn geta flúið veruleikann tímabundið, skellurinn kemur innan nokkurra ára - bara spurning hvar næsta hrun byrjar :-(
Helgi (IP-tala skráð) 6.7.2013 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.