Fimmtudagur, 27. júní 2013
Sumarhefti Þjóðmála komið út
Sumarhefti Þjóðmála er komið út. Það eru góðar fréttir. Þetta er eina íslenska tímaritið sem ég nenni að lesa (og skrifa fyrir) og ég er auðvitað áskrifandi. Íslendingar mega kalla sig heppna að geta gengið að nýju hefti þessa tímarits fjórum sinnum á ári. Margir hafa reynt að gefa út þjóðmálatímarit á Íslandi en hafa yfirleitt þurft að gefast upp.
Ég hvet alla til að kaupa sér áskrift eða ná sér í nýjasta heftið í næstu bókabúð (t.d. Eymundsson).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:15 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér þarna. Stórgott tímarit.
Steinarr Kr. , 29.6.2013 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.