Föstudagur, 21. júní 2013
Ríkið selji landið
Í stað þess að setja land í "flokka", af hverju selur ríkisvaldið ekki bara allt land sem það situr á? Hvar segir stjórnarskráin að það sé hlutverk ríkisins að flokka land í flokka? Hvar eru fyrirmæli stjórnarskrár um að ríkið eigi að ráða yfir öllu hálendi Íslands og fjármagna stöður landvarða til að passa upp á það?
Ríkisvaldið ætti að selja allt land í sinni eigu, helst á morgun. Sé eitthvað land vel fallið til ferðaþjónustu þá uppgötva landeigendur það. Sé eitthvað land verðmætast sem uppistöðulón að hluta og gæsavarp að hluta þá uppgötva landeigendur það.
Verðmæti lands á ekki að ráðast af huglægu mati einhverra einstaklinga sem sóttu sér frama í stjórnmálum og vilja vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Slíkt er ávísun á spillingu, sóun, skrifræði og handahófskenndar ákvarðanatökur frá einstaklingum sem hafa engra persónulegra hagsmuna að gæta. Þeir fara heim til sín á ráðherrabílum og borða fínar steikur fyrir laun úr vösum skattgreiðenda, sama hvað þeir hringla mikið með landsvæði ríkisvaldsins.
Loks má beina þeim orðum til stjórnarandstöðunnar að núverandi ríkisstjórn er ekki bundin af ákvörðunum fráfarandi ríkisstjórnar. Þannig virkar þrátt fyrir allt lýðræðið.
Segir vinnubrögðin fúsk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.