Allar skattalækkanir eru góðar

Mörgum finnst skrýtið að ríkisstjórnin sé að lækka ýmsa skatta eða ætli sér að gera það. Er ekki halli á ríkissjóði? Þarf ekki að "brúa bilið" með því að halda skatttekjum a.m.k. jafnháum og ríkisútgjöldum?

Svarið er: Nei.

Allar skattalækkanir eru góðar. Þær leiða til þess að örlítið minna af verðmætum ríkisins renna í vasa stjórnmálamanna eða þá sjóði sem þeir ráða yfir.

Hallarekstur á ríkissjóði er engu að síður slæmur. Opinberar skuldir þarf að greiða niður (nema ríkið gangi til nauðasamninga). Gegn hallarekstrinum á samt ekki að sporna með því að mótmæla skattalækkunum heldur með því að krefjast stórkostlegrar lækkunar á ríkisútgjöldum (helst niður í núll).

Rothbard gaf frjálshyggjumönnum á sínum tíma leiðbeiningar fyrir umræðu af þessu tagi (feitletrun mín):

Should we agree to a tax cut, even though it may well result in an increased government deficit? ..[S]ince taxation is an illegitimate act of aggression, any failure to welcome a tax cut — any tax cut — with alacrity undercuts and contradicts the libertarian goal. The time to oppose government expenditures is when the budget is being considered or voted upon; then the libertarian should call for drastic slashes in expenditures as well. In short, government activity must be reduced whenever it can: any opposition to a particular cut in taxes or expenditures is impermissible, for it contradicts libertarian principles and the libertarian goal.

(úr kafla 15 í For a New Liberty: The Libertarian Manifesto

Frjálshyggjumaðurinn á í stuttu máli að berjast fyrir skattalækkunum og fagna í hvert skipti sem þær nást fram (að því gefnu að einhverjir aðrir skattar hækki ekki bara "í staðinn"). Hann á líka að berjast fyrir gríðarlegri minnkun ríkisútgjalda.

Ríkisútgjöldin lækka ekki ef skatttekjur "duga" fyrir þeim. Skattalækkanir eru eins og megrunarkúr fyrir ríkisvaldið sem fjarlægja matinn af hlaðborðinu og gera hinu opinbera erfiðara fyrir að taka neyslulán til að fjármagna meira át. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dæmalaus "tea party nonsense", sem vellur upp úr þér Geir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 07:59

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er ekkert annað. Ég vísa í texta frá árinu 1973. Hvar var "teboðið" þá?

Að því er ég best veit er a.m.k. hið bandaríska "teboð" að boða lokun á fjárlagahallanum fyrst og fremst. Það er ekki hið sama og að fagna öllum skattalækkunum annars vegar, og öllum lækkunum á ríkisútgjöldum hins vegar.

Ég bíð spenntur eftir rökunum fyrir því að ríkisvaldið haldi áfram að hrifsa til sín verðmæti úr þínum vasa og sannfæri þig í leiðinni um að það sé þér fyrir bestu. Kannski eru rökin eftirfarandi, með orðum Bastiat:

"Ríkisvaldið er sú mikla goðsögn að allir reyni að lifa á kostnað allra annarra."

("The State is the great fiction through which everyone endeavours to live at the expense of everyone else.")

Geir Ágústsson, 19.6.2013 kl. 08:50

3 identicon

Geir, hér er pistill frá deginum í dag eftir Guðmund Gunnarsson (faðir Bjarkar), sem þú ættir að lesa.

  

 

"Sú hagstjórn sem hefur verið ástunduð hér á landi frá lýðveldisstofnun hefur birst landsmönnum í 25% meðaltalsverðbólgu á ári síðustu 60 ár. 25% verðbólga samsvarar því að fjórðungur árlegra tekna sé færður frá launþegum og sparifjáreigendum til atvinnurekenda og hins opinbera. Íslenskir launþegar hafa sem sagt eytt 3 mánuðum á ári í 60 ár í að niðurgreiða íslenskt atvinnulíf og rekstur hins opinbera. Þriðjung starfsævi okkar eyðum við í að greiða herkostnað stjórnmálamanna, sem finnst eðlilegt að tryggja lágan launakostnað með verðbólgu. Þeir tala um að verið sé að tryggja atvinnustigið, það er gert með launalausri atvinnubótavinnu í þrjá mánuði á ári til þess að lagfæra rekstrarafkomu fyrirtækjanna og hins opinbera. Haustið 2008 varð efnahagslegt hrun á Íslandi með víðtækum afleiðingum. Við okkur blasti kerfi þar sem átti sér stað gríðarleg misskipting. Nokkrar fjölskyldur höfðu komið því þannig fyrir að þær nutu mun stærri hluta af þjóðarauðnum og höfðu dregið til sín mikil völd. Hagdeildir atvinnulífisins höfðu bent á að gengi krónunnar væri 30% of hátt skráð vegna þenslu og gríðarlegs innflutnings á erlendu lánsfjármagni og ofboðslegum viðskiptahalla. Góðærið væri í raun yfirdráttur sem einhvertímann þyrfti að greiða. Hvergi í heiminum tókst að tapa nándarnærri jafnmiklu fé, í hlutfalli við stærð hagkerfisins, á jafnskömmum tíma og undir stjórn og stefnu þessarar valdastéttar. Stefna hennar gerði það mögulegt að taka lítið ríkisbankakerfi með sáralítil erlend umsvif og búa til úr því bólu upp á ferfalda landsframleiðslu innan bankakerfisins og líklega annað eins utan þess. Gjaldþrot íslenska bankanna eru öll á topp 10 lista þeirra stærstu í mannkynssögunni. Þessi stefna valdastéttarinnar leiddi til ofboðslegar misskiptingar og ójafnaðar og fáir efnuðust mikið á kostnað fjöldans. Hér spilar krónan í einangruðu efnahagskerfi aðalhlutverkið.  En almenningur kaus frekar að hlusta á stjórnarþingmennina, sem nýttu hvert tækifæri til að halda því á lofti hvað allir hefðu það gott undir þeirra stjórn. Þá höfðum við ráðherra, Seðlabankastjórnarmenn sem ásamt Fjármálaeftirlitsmönnum fóru um heimsbyggðina með aðalklappstýru Íslands, Forseta Íslands í broddi fylkingar í þeim tilgangi að kynna hið Íslenska efnahagsundur. Það var þetta fólk sem leiddi íslenskt efnahagslíf fram af björgunum, en á sama tíma þrættu forsvarsmenn Íslands við erlenda eftirlitsaðila. Svo var komið að allar vinaþjóðir okkar neituðu að lána Íslandi, nema þá í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ísland var þvingað til þess að taka til í stjórn efnahagslífsins.  Nú höfum við kosið okkur ríkisstjórn sem spilar á nákvæmlega sömu strengi, enda er hún samsett af nákvæmlega sama fólki. Auðmönnum eru komnir til valda fjármagnaðir af þeim fjölskyldum sem hafa hagnast ofboðslega á því að viðhalda þeirri stöðu sem Ísland var í.  Hér spilað á sömu strengi og Forseti landsins fór um heimsbyggðina í fylgd með auðmönnum og spilaði á þjóðrembinginn. Íslendingar væri hugrökk smáþjóð sem þurfi að verjast utanaðkomandi ógn alþjóðlega gjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins.  Evrópa þarf að sanna sig fyrir Íslandi!!!??? Hvar eru menn staddir í veruleikanum?  Það voru Íslendingar sem bjuggu til hið stóra fjármálaklúður sem setti nánast allar fjármálastofnanir á hausinn hér á landi og felldi gengi krónunnar um helming. Íslendingar hafa ætíð verið miklir þiggjendur í erlendu samstarfi allan lýðveldistímann. Almenningur á Íslandi vill veiðigjald, vill auðlindarentu eins og rétt og sjálfsagt er. Það er líka skynsamlegt út frá öllum sjónarmiðum, hagfræðilegum sem. Meirihluti landsmanna vill ljúka viðræðum við ESB og kjósa síðan um niðurstöðuna. Meirihluti landsmanna vildi fá að kjósa um nýja stjórnarskrá. Mesta hagsmunamál íslenskra launamanna er að koma böndum á hamfarastjórn slakra stjórnmálamanna og varðhunda sérhagsmuna aðilanna, sem slá um sig þessa daga með innistæðulausum sigrum byggðum á fölskum gjaldmiðli í höftum. Til valda er komið fólk sem stefnir að því að koma í veg fyrir að íslenskir launamenn búi við samskonar réttlæti og tíðkast í þróuðum eins og t.d. á hinum Norðurlöndunum. Okkur er ætlað búa áfram í landi þar sem hagsmunir 20% þjóðarinnar eru teknir fram fyrir hina.  Öllu var lofað, bara til þess að ná völdunum aftur. Afnemum verðtrygginguna, hvað þýðir það, hvað á að koma í staðinn?. Engu var svarað, bara ein innihaldslaus klisja og málið er komið í nefnd. Fellum í burtu skuldir landsmanna. Hvernig á að gera það? Hver á að borga? Engu var svarað, málið er nú komið í nefnd þar sem á að kanna hvort þetta sé framkvæmanlegt. Allt bendir til að hér verði komin innan eins árs verðbólga upp á nokkra tugi prósenta, eða sama ástand og ríkti árin í kringum 1980. Hraðferð 2007 sem ók fram af björgunum á fullri ferð án nokkurs bremsufars, og tugir þúsunda heimila lágu í valnum 

Þetta kerfi Íslensku valdastéttarinnar tekur ekki mið af hagsmunum almennings. Hann er réttindalaus. Hér eru hagsmunir fárra í fyrirrúmi og þar eru ákvörðuð þau kjör sem almenning er boðið upp á. Þau viðhorf, sem voru höfð að leiðarljósi við uppbyggingu á Íslensku samfélagi á síðustu öld hafa glatast."

 

Ég er því sammála að ríkisbáknið á ekki að vera stærra en brýn þörf krefur. Ég er ríkisborgari í Sviss, en þar er ríkisbáknið fremur smátt, en mjög efficient. Skattar því lágir. Hinsvegar er sjúkratrygging mandatory í Sviss, ekki eins og í US, þar sem milljónir hafa enga tryggingu. Og ef þeir veikjast, Guð blessi þá, ef hann hefur tíma eða nennir því. 

Fróðlegt væri að heyra hvar þú mundir vilja beita niðuskurðarhnífnum á klakanum, hvort þú sért á svipuðum nótum og kjánin hún Vigdís Hauks. Ekki svo að skilja, að ekki megi spara þar.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 10:00

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Haukur og takk fyrir innleggið.

Ég er miklu hrifnari af því að ríkið einfaldlega hætti rekstri eða leggi niður en að ríkið haldi honum áfram á sinni könnu og ráði þar öllu.

Fljótlegt væri t.d. að einkavæða atvinnuleysistryggingar og gera eins og þær dönsku, heilbrigðiskerfið og gera að því svissneska (en til vara sænska), menntakerfið er auðvelt að einkavæða (e.t.v. með sænska kerfið sem millilið að fullri einkavæðingu), vegi má selja og hætta um leið skattlagningu á eldsneyti, alla menningarstarfsemi má auðveldlega koma úr höndum ríkisins, og svona mætti lengi telja.

Það sem Guðmundur segir um íslensku krónuna og verðbólgu er rétt. Og svo vilja menn enn að ríkisvaldið standi í peningaframleiðslu og stjórni því hvaða peninga og hvers konar peninga fólk notar? Það er magnað.

Geir Ágústsson, 19.6.2013 kl. 10:45

5 identicon

"vegi má selja og hætta um leið skattlagningu á eldsneyti"

Hvernig ætlar þú að fara að því að einkavæða vegi??? 

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 20.6.2013 kl. 05:15

6 identicon

@HK:

Þú sleppir því alltaf alveg að rökstyðja þitt mál, sagan sýnir glöggt að því minna sem ríkisvaldið er því betra fyrir framfarir.

Guðmundur Gunnarsson ætti líka að hafa fyrir því að átta sig á þeim öflum sem hafa áhrif á gengi gjaldmiðla. Hann veit bersýnilega ekki að nánast línulegt samband er á milli peningamagns í umferð og verðbólgu. Annars skiptir afskaplega litlu máli hvað gjaldmiðillinn heitir, það þolir enginn gjaldmiðill endalausan hallarekstur hins opinbera. Krónan er heldur ekki eini gjaldmiðillinn sem hefur tapað verðgildi sínu. Þú vilt kannski halda því fram að dollarinn sé ruslgjaldmiðill en hann hefur tapað 99% af verðgildi sínu frá 1912. Ég efast um að þú eða Guðmundur Gunnarsson viti það enda litast allur ykkar málflutningur af grátlegri fáfræði.

Málflutningur ykkar vinstri manna er eins og svissneskur ostur.

Helgi (IP-tala skráð) 23.6.2013 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband