Þriðjudagur, 18. júní 2013
Viðbúið
Svo virðist sem einhverjir stjórnmálamenn, sem núna mynda meirihluta á Alþingi, hafi látið slæma stöðu ríkissjóðs koma sér á óvart. Sömu stjórnmálamenn átta sig e.t.v. á því í dag að kosningaloforð þeirra eru með öllu innistæðulaus. Þeir létu "spár" hinna sprenglærðu sérfræðinga blekkja sig.
Viðbúið er að eftir því sem dýpra er kafað í rekstur ríkisins, þeim mun meiri óreiðu sé að finna. Beinar skuldbindingar eru bara hluti vandans. Undir niðri liggja yfirvofandi gjaldþrot ýmissa eininga ríkisins sem munu kalla á milljarða úr vösum skattgreiðenda ef þeim á að halda á lífi. Lífeyrisskuldbindingar ríkisins eru líka gríðarlegur vandi. Slíkar skuldbindingar eru uppáhaldsútgjaldaliður stjórnmálamanna því þær koma ekki fram sem bein útgjöld fyrr en mörgum árum liðnum, þegar sömu stjórnmálamenn eru jafnvel lagstir í helgan stein.
Ég hef ekki heyrt neinn ráðherra lofa því að hnífnum verði nú óspart beitt til að skera ríkisbáknið upp og einkavæða eða leggja niður í stórum stíl. Ráðherrar ætla því að freista þess að fleyta vandanum á undan sér enn frekar. Næsta ríkisstjórn þarf þá líka að láta slæma stöðu ríkisrekstursins koma sér á óvart.
Stjórnmálamönnum má treysta fyrir einu og bara einu: Að þeir standi vörð um sína eigin stöðu.
Sérstakar umræður um ríkisfjármál í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.