Alltof mikið! Eða lítið? Hver veit!

Ríkisvaldið er eins og eyja ringulreiðar á annars frjálsum markaði. Ríkisvaldið getur ómögulega reiknað út skynsemi rekstrarákvarðana sinna því það getur ekki borið rekstrarkostnað saman við tekjur og reiknað út hagnað eða tap. Afleiðingin er því blind sóun á fé og fjármunum og handahófskennd forgangsröðun í rekstri, sem yfirleitt leiðir til þess að einhver afkiminn er "fjárvana" á meðan annar getur vaxið og vaxið. 

Um þetta vandamál ríkisreksturins og sósíalisma almennt má lesa víða, t.d. hér.

Af þessu leiðir að allir samningar um kaup og kjör við opinbera starfsmenn, ákvarðanir um fjölda þeirra og verkefni, ábyrgð og árangur eru fullkomin ringulreið.  

Hugsanlega eru laun opinberra starfsmanna að jafnaði of lág og þeir of margir. Kannski eru þeir of fáir og kannski er hægt að fjölga þeim án þess að hækka laun þeirra og samt ná sömu rekstrarlegu markmiðum. Kannski eru of margir skrifstofustarfsmenn hjá hinu opinbera en ekki nógu margir á heilbrigðisstofnunum. Kannski vinnur fólk á heilbrigðisstofnunum of mikla skrifstofuvinnu.

Er hægt að spurja sig sömu spurninga um fyrirtæki í einkaeigu? Já auðvitað. Svörin er samt auðveldara að finna þar. Ef fyrirtæki skilar minni hagnaði en keppinautar eða fyrirtæki í skyldum rekstri þá er eitthvað sem þarf að laga. Ef fyrirtækið skilar tapi er eitthvað sem þarf að laga. Í tilviki hins opinbera er ekki hægt að finna svörin. Þar ríkir ringulreiðin ein.  


mbl.is Fá 4,8% launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband