Þriðjudagur, 30. apríl 2013
Hvað gera frjálshyggjumenn svo?
Ný ríkisstjórn verður mynduð á næstunni. Kannski verður það ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks (nokkuð, sem er ekki á valdi forseta að ákveða eða hafa frumkvæði að, heldur formanna flokkanna og þingmanna þeirra).
Komi Sjálfstæðisflokkurinn að ríkisstjórn býður það upp á mörg tækifæri fyrir frjálshyggjumenn. Einhverjir þingmanna flokksins eru frjálshyggjuþenkjandi og opnir fyrir hugmyndafræði minnkandi ríkisvalds og aukins frelsis.
Komi Sjálfstæðisflokkurinn að ríkisstjórn þarf að herja á þessa þingmenn og hvetja þá til dáða á þingi. Þá á að hvetja til að leggja fram frumvörp sem minnka ríkisvaldið. Þá á að hvetja til að tala óhræddir máli frelsis úr ræðustól Alþingis. Þá á að verja í opinberri umræðu fyrir árásum þeirra sem vilja stærra ríkisvald. Þá á að aðstoða í að benda á að allt sem ríkið eyðir af fé eða byggir kemur í stað einhvers sem einhver annar, sá sem þénaði verðmætin sem ríkið hrifsaði til sín, hefði eytt í eða byggt. Ríkið bætir engu við verðmæti samfélagsins. Það færir þau bara úr vösum þeirra sem sköpuðu þau og í vasa hins opinbera og skjólstæðinga þess.
Komi Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ríkisstjórn er auðvitað hægt að hvetja þingmenn hans til dáða engu að síður, en það verður óneitanlega öllu máttlausari barátta.
Ég vona að úr því staðan er eins og hún er þá nái Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn saman og sendi síðan forseta Íslands tölvupóst þar sem hann er beðinn um að lýsa því yfir að ný ríkisstjórn hafi verið mynduð (hvort sem forseti hafði veitt eitthvað "umboð" fyrir því eða ekki). Síðan vona ég að frjálshyggjumenn líti ekki á aðkomu Sjálfstæðisflokksins sem tækifæri til að slappa af í 4 ár, heldur herða róðurinn sem mest!
Búist við umboði forsetans í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:12 | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr. Hvaða bull er það samt að veita flokknum sem fékk 3% færri atkvæði umboðið? Mér þykir það ilma af vinstrisinnaðri vanvirðingu við vilja fólksins.
Palli (IP-tala skráð) 30.4.2013 kl. 12:37
Allt þetta tal um "umboð forseta" er á algjörum villigötum. Forseti hefur stundum þurft að sýna frumkvæði þegar enginn gat talað við neinn, en ef tveir formenn með þingmeirihluta á bak við sig samanlagt eru að tala saman þá eiga þeir að geta myndað stjórn án aðkomu forseta. Tal um annað er bara flótti við að taka ákvörðun og er ekki góð vísbending um það sem koma skal, fyrir þær erfiðu ákvarðanir sem þarf að taka á næstu misserum.
Geir Ágústsson, 30.4.2013 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.