Heilaþvottur í grunnskólum

Ef einhver efast um að hið opinbera stundi heilaþvott á grunnskólabörnum getur viðkomandi opnað þetta skjal (um 3,4 mb að stærð), sem er svokölluð aðalnámskrá grunnskóla á Íslandi, og rennt yfir töfluna á bls. 197 í því (kafli 24.2).

Ég á það á hættu að kallast klisjugjarn, en ég get ekki orða bundist: Þetta skjal er brandari. 

Vissir þú að við lok 10. bekkjar á nemandi að geta "sýnt fram á skilning á eðli sjálfbærrar þróunar og þýðingu hennar fyrir umhverfi, samfélag og efnahagslíf" og "gert sér grein fyrir nýtingu auðlinda og umhverfis og gildi verndunar hvors tveggja með hliðsjón af sjálfbærri þróun"?

Vissir þú að við lok 10. bekkjar er ekki gerð nein krafa til nemenda um að skilja svo mikið sem einn bókstaf í hagfræði?

Hlutverk okkar foreldra er að lágmarka skaðann af heilaþvotti grunnskólakerfisins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er með menntun eins og svo margt annað að um leið og hið opinbera fer að fikta í viðkomandi fyrirbæri fer allt í steik. Ég sá orðið "dumbing-down" notað um þekkingu almennings á efnahagsmálum notað fyrir fáeinum mánuðu. Mér finnst þetta brilljant orð. Vandinn við miðstýringu er að ef miðstýringarvaldið hefur rangt fyrir sér eru allir neyddir til að gera sömu mistökin - oft gegn sínum vilja. Þessi nýja námskrá á sjálfsagt eftir að verða landinu dýrkeypt.

Þetta er það sem hefur verið að gerast með ansi margt. Nú trúa nánast allir því að því lengra sem háskólanám sé því betra sé það. Starfsreynsla vegur furðulega lítið. Fyrir ekki svo mörgum árum var t.d. hvorki kennaranám né hjúkrunarfræðinám háskólanám, nú er kennaranám 5 ára háskólanám. Skyldu þeir sem koma út úr því kerfi vera betri kennarar en þeir sem þurftu ekki háskólanám. Það held ég ekki.

Annars segir þessi myndbandsbútur allt sem segja þarf:

http://www.youtube.com/watch?v=8tJHjghAHJg

Helgi (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 10:49

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hjartanlega sammála.

Eða eins og segir á einum stað:

"For decades, researchers have noted that the more money that is spent per pupil in the government schools, the worse is the performance of the students. Similar outcomes are prevalent in all other areas of government "service." As Milton Friedman once wrote, government bureaucracies — especially unionized ones — are like economic black holes where increased "inputs" lead to declining "outputs." The more that is spent on government schools, the less educated are the students. The more that is spent on welfare, the more poverty there is, and so on. This of course is the exact opposite of normal economic life in the private sector, where increased inputs lead to more products and services, not fewer."

https://mises.org/daily/5072/The-Political-Economy-of-Government-Employee-Unions

Geir Ágústsson, 22.4.2013 kl. 07:09

3 Smámynd: Sigurður Rósant

Þá er bara að ganga skrefið til fulls drengir. Grunnskólar voru færðir til sveitarfélaganna um 1995 þegar Milton Friedmann flutti sína ræðu í Harlem. Nú er bara að færa grunnskólana og alla stefnumörkun til foreldranna frá sveitarfélögunum.

Ég er bara nokkuð viss um að þá fá börnin ekki lengur neina menntun.

Sigurður Rósant, 25.4.2013 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband