Ef einhver bannar þá banna Íslendingar

Heilbrigðisstefna hins opinbera hjá Íslandi er einföld: Ef eitthvað er bannað einhvers staðar, þá er það bannað á Íslandi.

Norðurlöndin eru alveg sérstök fyrirmynd Íslendinga hvað þetta varðar. Í Svíþjóð er bannað að selja áfengi í matvöruverslunum, og á Íslandi er það bannað. Hvorki Noregur né Danmörk búa við slíkt bann. Í Danmörku er eitthvað lauslegt bann við munntóbaki að hætti Svía. Íslendingar búa við svipað bann, nema miklu harðara. Í Noregi og Svíþjóð er hægt að troða tugum tegunda af tóbaki í vörina, sem fæst út um allt.

Dæmin eru miklu fleiri en almenna reglan er í stuttu máli þessi: Ef einhver bannar eitthvað, þá banna Íslendingar það líka.

Niðurstaðan er forræðishyggja að hætti heittrúaðra múslíma (sem leyfa sér samt að reykja vatnspípur innandyra) frekar en norrænt umburðarlyndi með undantekningum.  


mbl.is Innkalla munnpúða með koffíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég veit ekki alveg hvað það er við söguna sem vinstri menn skilja ekki. Þeirra hugmyndir hafa verið prófaðar og þær virka ekki. Halda þeir kannski að fyrrum sósíalísk lönd eins og Kína og Indland hafi allt í einu orðið að efnahagslegum stórveldum af tilviljun einni? Kom þeirra tími bara allt í einu?

Það sem býður Vesturlanda er annað tveggja, nema róttæk breyting komi til: Gjaldþrot heilu landanna eða óðaverðbólga. Ég reikna með að við sjáum það á næstu 2-4 árum. Ég veðja á seinni möguleikann - sjáum það raunar í verði á olíu borið saman við gull.

Ætli sósíalistar og jafnaðarmenn hafi þá getu til að kyngja stoltinu og viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér?

Helgi (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband