Miðvikudagur, 30. janúar 2013
Fréttamenn: Hvað liggur að baki þessum tölum?
Ekki er hægt að treysta tölum um atvinnuleysi og á það bæði við um Ísland og raunar flest ríki. Atvinnuleysi er erfitt vandamál fyrir stjórnlynda stjórnmálamenn. Þeir kæfa hagkerfið með ríkisvaldinu og uppskera atkvæði, en niðurstaðan er atvinnuleysi og það dregur af þeim atkvæði.
Ríkisstjórnir geta valið á milli margra aðferða til að fegra tölur um atvinnuleysi. Ein vinsæl aðferð er sú að sópa atvinnulausum á allskyns námskeið. Þannig hverfa þeir tímabundið af skrá yfir atvinnulausa. Önnur leið er sú að borga fyrirtækjum til að hafa fólk í vinnu við eitthvað annað en að skapa verðmæti. Enn ein leið er einfaldlega sú að telja á annan hátt: Telja ekki þá sem eru í hlutastarfi en vilja fullt starf, telja ekki þá með sem þiggja ekki atvinnuleysisbætur en vilja samt finna vinnu, telja ekki þá með sem eru með tímabundin störf, telja ekki þá með sem fara skyndilega af atvinnuleysisbótum og á örorkubætur þótt andleg eða líkamleg geta viðkomandi sé óbreytt, og svona mætti áfram telja.
Nú vil ég ekki ásaka íslensk yfirvöld um að ljúga vísvitandi. Þau apa auðvitað bara vitleysuna eftir öðrum ríkjum. Hins vegar sýna rannsóknir á tölfræði atvinnuleysis víða að tölum ber að taka með góðum fyrirvara [Bandaríkin|Svíþjóð|Bretland]. Svo já, gerum það.
Dregur úr langtímaatvinnuleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.