Miðvikudagur, 23. janúar 2013
Doktoraverðbólgan
Íslenskt atvinnulíf nýtur góðs af mannauði og kröftum fólks með doktorsmenntun, enda myndar það grunninn að því rannsókna- og þróunarstarfi sem fram fer á Íslandi og eykur um leið verðmætasköpun og nýsköpun í landinu, segir í tilkynningu frá Rannís.
Neðar í sömu frétt:
Flestir stunduðu doktorsnám í félagsvísindum, eða um 150 manns og þar af rúmlega 100 konur. Þar á eftir eru flestir í námi í raunvísindum og heilbrigðisvísindum en talsvert færri í hugvísindum og verkfræði. Konur eru rúmlega þrír fjórðu hluti þeirra sem stunda doktorsnám á heilbrigðissviði.
Sérðu mótsögnina?
Aldrei fleiri doktorar útskrifaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:53 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er dáldið óljóst, viltu ekki útskýra? :)
Mofi, 23.1.2013 kl. 09:40
Hjá hverjum starfar fólk í félagsvísindum?
Er það ekki 95% hjá ríkisvaldinu?
Ríkið skapar ekki verðmæti. Það étur þau. Sum verðmæti sem ríkisvaldið étur fara í eitthvað sem eftirspurn er eftir, en í höndum ríkisins er það svo dýrara og verra en það gæti verið í frjálsu samkeppnisumhverfi einkaaðila.
Reynsla Dana af ofmenntun (já, "ofmenntun" er hér með orð sem ég sting upp á) er atvinnuleysi hjá sprenglærðu fólki.
Mótsögnin er sem sagt: Aukning í doktorsnámi á sér stað og er talin vera góð fyrir verðmætasköpun. Meirihluti þessa doktorsnáms er menntun á ríkisstarfsmönnum framtíðarinnar.
Geir Ágústsson, 23.1.2013 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.