Staðreynd dagsins: Í Danmörku er nær engin raforka frá vindmyllum

Þetta vita fáir: Nánast ekkert af þeirri raforku sem er notuð í Danmörku kemur frá vindmyllum.

Samt eru fleiri vindmyllur hlutfallslega í Danmörku en í nokkru öðru landi í heimi, og Danir hafa mokað fé skattgreiðenda í þróun og smíði þeirra í mörg ár.

Danir eru raunar orðnir mjög þreyttir á að horfa á vindmyllur og niðurgreiða uppsetningu þeirra.

Bretar ætla að apa vindmylluvitleysuna upp eftir Dönum og Þjóðverjar eru búnir að rústa sínu raforkuframleiðslu- og dreifikerfi með því að veðja á vindmyllur.  


mbl.is Fyrstu vindmyllurnar til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er þetta rétt, sbr.

http://en.wikipedia.org/wiki/Energy_in_Denmark

(og hér er hlutfallið talið jafnvel hærra:

http://www.ens.dk/en-us/info/factsandfigures/keyfigures/sider/danishkeyfigures.aspx)

En ljótar eru þær vissulega, vindmyllurnar.

Nonni (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 19:53

2 identicon

Óhuggulega léleg nýting og svo má ekki gleyma stuttum líftím á vindmillum, eftir 7 ár hefur framleiðlugetan minkað um 30% og eftir 10 til 15 ár eru þær búnar. Og mjög mikill rekstarakosnaður allan líftímann.

Vandamálið hér er pólutíkin.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 20:58

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viðeigandi er nafn framleiðandans. Enercon. Þetta er nefnilega eitt stærsta congame á markaðnum í dag.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2013 kl. 21:47

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir forðast að nefna kostnað við kaup og uppsetningu. Það væri ágætt að fá það uppgefið. Bjarsýnustu afköst upp á 5Gw á ári í okkar annars vafaþrungnu aðstæðum ættu að gera okkur kleyft að reykna það út hvað rafmagnið megi kosta til að borga þetta upp og sjá um rekstur. Hvað þá að hagnast á vitleysunni.

Lansvirkjun hlýtur að hafa þessar tölur á hraðbergi.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2013 kl. 21:52

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Nonni,

Þetta eru áhugaverðar tölur sem þú vísar á, sérstaklega þær frá hinu opinbera í Danmörku.

Nú er sjálfsagt hægt að túlka og teygja og ruglast á eftirfarandi:

- Það að land framleiði mikið af raforku með ákveðinni tegund tækni er ekki eitt og hið sama og að landið noti þá tilteknu raforku.

- Danir selja stóran hluta af þeirri raforku sem þeir framleiða með vindmyllum úr landi. Hversu mikið á ég erfitt með að sjá, enda fylgja t.d. ekki skýringar með tölunum sem hið opinbera í Danmörku gefur upp. Annars staðar hef ég séð að nánast öll raforku vindmyllanna sé seld út úr Danmörku.

- Meðaltöl geta hérna verið ruglandi. Dag einn er logn í Danmörku og engin raforka framleidd með vindmyllum. Sömu nótt blása hagstæðir vindar yfir allar vindmyllurnar. Eru þá Danir að meðaltali að framleiða nothæfa raforku fyrir sjálfa sig, eða fer allt til Noregs til að dæla vatni í uppistöðulón sem síðan knýja vatnsorkuver sem senda rafmagn til Danmerkur á uppsprengdu verði?

Ég er a.m.k. að tyggja á þessu núna frá greininni sem ég vísa í í færslunni:

"So most of the wind electricity Denmark generates has to be exported, through interconnection cables - to Germany, to balance the fluctuations in that country's own wind carpet, or to Sweden and Norway, whose entire power system is hydroelectric, and where it can be stored."

Að mínu mati er enginn skortur á raforkuframleiðslugetu í heiminum. Vandamálið er geymsla orkunnar, og þar hefur enginn slegið olíunni við í sveigjanleika, færanleika og aðgengi. Ennþá.

Geir Ágústsson, 22.1.2013 kl. 08:49

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Svona er þetta:

"They [Danes] don't get 20 per cent of their electricity from wind. The truth is that a much larger unit, consisting of Denmark and Germany, has managed to get about 7 per cent – and that only because of a fortuitous link with Norwegian and Swedish hydropower."

Geir Ágústsson, 22.1.2013 kl. 21:05

7 Smámynd: FORNLEIFUR

Andrew Gilligan er þorskur sem er þekktur fyrir að fara rangt með staðreyndir. Hann Vann einu sinni fyrir sjónvarpsstöð sem borguð var af Íran og birti lognar fréttir af barnaníði í mosku einni í Lundúnum sem aldrei hafði átt sér stað.

Gilligan hefur greinilega ekki heyrt um kjarnorkuver í Svíþjóð. Eða þá að hann er sljór í enskri setningarfræði.

Lærðu dönsku, Geir Ágústsson, þá getur þú kannski lesið þér til, annars staðar en á The Telegraph.

FORNLEIFUR, 23.1.2013 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband