Langar að sitja fundi með útlendingum

Í íslenskri stjórnsýslu virðist nú vera sprottinn upp mikill áhugi á að sitja fundi með vel launuðum útlendingum, aðallega ráðgjöfum. Um daginn var sagt frá því að íslensk stjórnvöld ætla að forðast að taka ákvarðanir í hinni svokölluðu makríl-deilu fyrr en eftir að rándýrir, erlendir ráðgjafar hafa sagt sína skoðun á málinu. 

Hvernig ætli standi á þessum áhuga á að borga útlendingum stórfé til að hugsa fyrir sig? Þykir það fínt? Líta opinberir starfsmenn með öfundaraugum á stjórnendur íslenskra fyrirtækja sitja fundi með útlendingum? Þykir "faglegt" að forðast alla ákvarðanatöku og senda þess í stað málið í "nefnd" eða til "erlendra ráðgjafa"?

Hérna er gott ráð fyrir hina íslensku stjórnsýslu: Það er ódýrara og jafnvel oft á tíðum betra að hugsa um málin sjálfur en að borga útlendingum til að setja sig inn í mál og taka fyrir þig ákvörðun. 


mbl.is Til greina kemur að afla erlendra álita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband