Stjórnmálamenn í Matador

Vandamál OR eru ekki einstök. Þau eru almenn regla í rekstri hins opinbera, hvort sem hið opinbera er ríkisvaldið sjálft eða fyrirtæki í eigu ríkisvaldsins. Sömu vandamál þjaka Íbúðarlánasjóð, sendiráðin, heilbrigðiskerfið og skólakerfi hins opinbera.

Rothbard útskýrir ágætlega hvað er "að" því að ríkið reyni að reka eitthvað, og hvers vegna það muni aldrei nokkurn tímann geta "hermt eftir" rekstri einkafyrirtækja:

 The free market therefore provides a “mechanism,” which we have ana­lyzed in detail, for allocating funds for future and present con­sumption, for directing resources to their most value-productive uses for all the people. It thereby provides a means for business­men to allocate resources and to price services to insure optimum use. Government, however, has no checkrein on itself, i.e., no re­quirement of meeting a test of profit-and-loss or valued service to consumers, to permit it to obtain funds. Private enterprise can get funds only from satisfied, valuing customers and from inves­tors guided by present and expected future profits and losses. Government gets more funds at its own whim. (Man, Economy and State, kafli 12.D)

Gerum okkur því bara grein fyrir því að ef ríkinu er leyft að reka fyrirtæki, og ef almenningur sættir sig við það, þá mun fé fossa úr vösum skattgreiðenda til að halda þeim fyrirtækjarekstri á floti.

Ríkið getur auðvitað brugðið á það ráð að banna samkeppni við sig og þannig tryggt sér "hagnað" með því að skrúfa verðlag upp í hæstu hæðir, en mér finnst óhætt að kalla slíkt óbeina skattheimtu.

Ríkisvaldið, eigi tilvist þess að umberast, á að halda sig við fá, vel skilgreind og takmörkuð verkefni, þar sem skaðsemin af ríkisvaldinu lágmarkast sem allra mest.  


mbl.is Erfitt að vera leiðinlegi maðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sannmæli eru þínar fyrstu setningar. Þú hefðir mátt bæta við Ríkisendurskoðun og skrifstofu Alþingis sem átti að fylgjast með. Ríkisútvarpið með sína 4 milljarða og Útvarp Saga með sín litlu fjárlög sýna muninn á opiberum rekstri og einkarekstri. Útvarp Saga nær til 30% hlustenda með sinni litlu veltu. Ætli 70% þjóðarinnar séu ekki vinstrimenn undir ýmsum dulnefnum. Þeir gera allir út á að hnésetja einkarekstur með reglugerðum og skattlagningu. Það eru ákaflega fáir sem tala fyrir hin litlu smáu fyrirtæki eða einyrkja í dag. Við höfum látið þetta allt yfir okkur ganga. Eins og Danir?

Sigurður Antonsson, 11.10.2012 kl. 22:14

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Takk fyrir athugasemd þína.

Ég undanskil enga afkima opinbers rekstrar frá greiningu minni en dæmi þín eru góð.

Annars held ég að flestir séu nú í raun og veru hægrimenn í þeim skilningi að vilja einfaldega fá að vera í friði, en þykir nú ekki verra að fá einhverja sérmeðferð frá ríkinu án þess að gera sér grein fyrir áhrifum slíks á heildarmyndina eða til langs tíma. Rök afskiptaseminnar eru einföld (einfeldingsleg) og erfitt að greiða úr þeirri flækju á köflum. Eða eins og Bastiat skrifaði á sínum tíma (1845):

"We must confess that our adversaries [of liberty] have a marked advantage over us in the discussion. In very few words they can announce a half-truth; and in order to demonstrate that it is incomplete, we are obliged to have recourse to long and dry dissertations.

This arises from the nature of things. Protection concentrates on one point the good which it produces, while the evils it inflicts are spread over the masses. The one is visible to the naked eye; the other only to the eye of the mind. In the case of liberty, it is just the reverse."

(http://mises.org/document/6299/The-Bastiat-Collection bls. 172)

Geir Ágústsson, 12.10.2012 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband