'Ég ræð bara svo litlu - því miður.'

Björn Valur Gíslason, hinn kjaftfori þingmaður Vinstri-grænna, var í beinni línu hjá DV í gær. Spurningar og svör má lesa hér. Flestar spurningarnar eru afskaplega þægilegar fyrir þingmanninn, og er þó af nægu að taka úr ruslakistunni sem hann mokar ofan í, bæði á þingi og utan þings. 

Mér fannst eftirfarandi ummæli mjög athyglisverð:

Ég ræð bara svo litlu - því miður.

Björn mun auðvitað segja að hann hafi verið að grínast ef einhver spyr. Reynslan staðfestir því miður annað. Og það sem verra er - þessi ummæli lýsa ekki bara hugarheimi eins þingmanns, heldur þeirra flestra!

Stjórnlyndir þingmenn eru oft vinsælir, því þeir virðast vera með bein í nefinu, þora, vilja ekki bara völd heldur líka ábyrgð. Reynslan staðfestir sjaldnast slíka upplifun. Flestir þingmenn vilja vissulega völd, en fæstir þeirra vilja ábyrgð. Gott dæmi er núverandi ríkisstjórn: Hún hrósar sér fyrir allt gott (t.d. góða veiði á makríl, gott sumar og fjölgun ferðamanna) en skellir skuldinni á aðra þegar eitthvað gengur illa (t.d. atvinnuleysið, skuldsetningu ríkisins, skattahækkanir, frosti í fjárfestingu og skort á samstöðu um sósíalisma á Alþingi).

Björn Valur og hans stjórnlyndu samstarfsmenn á Alþingi hugsa samt bara sem svo, að þeir ráði of litlu.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband