Morgunblaðið og Björn Valur

Af einhverjum ástæðum komast ummæli hins skapstóra, geðstirrða og ókurteisa þingmanns VG alltaf á (vef)síður Morgunblaðsins. Hvers vegna?

Auðvitað útilokar gallharður sósíalisti samstarf með öðrum en sósíalistum, eða með fólki úr flokkum sem innihalda líka ekki-sósíalista. Hvað ætti Björn Valur Gíslason svo sem að geta boðið Sjálfstæðisflokknum upp á? VG er ESB-flokkur, boðar hækkandi skatta, stærri ríkisrekstur, eilíf ríkisafskipti af öllu og öllum og uppgjöf í öllum deilum við erlend ríki. Að hluta til eru mörg þessara mála líka stefnumál margra í Sjálfstæðisflokknum, en þó með vægari blæ. Björn Valur Gíslason getur því rólegur útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, því hann getur ekki boðið upp á neitt uppbyggilegt í slíku samstarfi.

Björn Valur Gíslason er holdgervingur þeirra vandamála sem orðstír Alþingis á við að stríða þessi misserin. Hann er dónalegur og frekur sóðakjaftur. Hann er hræsnari, seldi á sínum tíma kvóta en vill núna að ríkisvaldið færi honum þann kvóta aftur, endurgjaldslaust. Hann hefur sett a.m.k. eina fjölskyldu á hausinn. Hann þykist vera beittur og ákveðinn en er ókurteis kjaftaskur.

Þessum manni hampar svo Morgunblaðið, aftur og aftur, með því að vitna í ummæli hans og menn og málefni. Selur kjafturinn á Birni Vali svona vel? 


mbl.is Vill ekki ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já því miður Björn Valur er eitt sorglegasta dæmið um mann sem ekkert erindi á á Alþingi eða í stjórnmál og því miður eru þessi dæmi fleiri þetta kjörtímabilið.

Þetta eru aðilar sem vilja ná sýnum ýtrustu kröfum fram hvað sem öðrum finnst, og það jafnvel þó þeir viti að þeir séu í minnihluta skv. fylgi þjóðarinnar. Það eru mörg mál sem núverandi meirihluti á Alþingi (með minnihluta fylgi meðal þjóðarinnar skv. skoðanakönnunum) eru að reka í gegn með góðu eða illu. Fyrri vinnubrögð þingmanna að semja um mál og ná almennri sátt um þau mál sem mestu skipta eru nú látin sigla sinn sjó og málin keyrð áfram af offorsi.

Og hver verður afleiðing þess, jú þegar þessi "meirihluti" tapar meirihluta sínum á Alþingi þá mun væntanlega næsti meirihluti breyta þessum sömu hlutum í þann farveg sem þeir vilja hafa hann, hvað svo sem núverandi meirihluta á Alþingi finnst um það. Er það, það sem þessir aðilar vilja? Á bara að koma hlutunum í eitthvert horf þótt þar sé tjaldað til einnar nætur? Nei nú er það allt orðið hluti af fortíðinni að ná sáttum um hlutina og þá jafnvel sætta sig við að ná ekki ýtrustu kröfum fram, en að sá árangur sé til framtíðar.

Svo eru þingmenn undrandi á því að þjóðin beri nákvæmlega enga virðingu fyrir þeim

Nei ummæli Björns Vals segja meira um þann mann er nokkuð annað. Þau segja meira um hversu lítill Björn er sem persóna en hversu ómögulegur Sjálfstæðisflokkur er. Mikið held ég að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið ánægður með það að Björn Valur hafi ákveðið að ganga í Vinstri Græna (af öfund) en Sjálfstæðisflokkinn. Eða hefur Björn Valur t.d. nokkuð skoðað eða íhugað að í Mosfellsbæ mynda Vinstri Grænir og Sjálfstæðisflokkur meirihluta og eru nú á sínu öðru kjörtímabili í meirihlutasamstarfi, og það er samstarf sem hefur verið mjög farsælt og gengið vel.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 11:19

2 identicon

Geir, ég hefði nú haldið að það væri augljóst af hverju Morgunblaðið birtir allt sem kemur út úr Birni Vali, því meira sem hann lætur út úr sér því verr lítur VG út sem valkostur á kjörseðli og samtímis lætur hann Sjálstæðisflokkinn líta betur út. Hagsmunir Mbl og xD hafa löngum farið saman svo þetta er alls ekki óeðlilegt.

Gulli (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 12:09

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Gulli,

Þetta er ágæt kenning og jú vissulega fara "hagsmunir" Moggans saman við xD í þeim skilningi að blaðið þarf að selja áskriftir og enginn annar fjölmiðill kemst einu sinni nálægt því að hafa hægrisinnaða ritstjórnarstefnu.

En hvers vegna þá ekki að taka skrif Björns fyrir í stað þess að lepja bara upp æluna óhreinsaða?

Geir Ágústsson, 14.9.2012 kl. 12:14

4 identicon

Ef menn fara að grafa í það eitthvað sem hann segir eru menn farnir að gefa því ákveðið gildi, með því að leyfa honum að láta dæluna ganga óhindrað atar hann sjálfan sig bara meiri aur og þarf ekkert að gagnrýna hann.

Gulli (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 12:27

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Já þetta er með ólíkindum.

Og það á sama tíma sem gríðarleg eftirspurn er eftir nafna hans Bjarnasyni á síðum mbl..

hilmar jónsson, 14.9.2012 kl. 14:50

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Morgunblaðið þarf virkilega að fara setja sig í kosningaham og ráðast með öllum (málefnalegum) spjótum á þessa vinstristjórn. Það má auðveldlega gera án þess að fara í skotgryfjur, til dæmis bera saman ummæli ráðherra á mismunandi tímum (ósamkvæmir sjálfir sér), loforð og efndir (svik í tonnatali), fjárlagafrumvörp og ríkisreikninga (taumlaus hallarekstur), hagvísa (t.d. fjárfestingu 2009 og 2011), og svona mætti lengi telja.

Morgunblaðið var á gullaldarárum sínum kletturinn í umræðunni, en þorir ekki lengur að taka slaginn og berjast fyrir því sem sumir kalla sjálfstæðisstefnuna og aðrir kalla hægristefnu, en enn aðrir kalla íhaldssama og borgaralega stefnu (ekkert af þessu er frjálshyggja, en þó skárra en vinstrivolið).

Geir Ágústsson, 14.9.2012 kl. 17:44

7 identicon

Á einhverjum tímapúnkti hljóta þessir tveir flokkar að sjá hvað þeir eiga margt sameiginlegt...

a) mótstaða við við ESB

b) vernda og einangra íslenska framleiðslu frá erlendri samkeppni

c) hækka laun "ómissandi fólks" eins of forstjóra í sparnaðarskyni

d) skerða ríkisrekna heilbrigðisþjónustu

e) skerða alla tryggingasjóði

f) færa skóla og leikskólaþjónustur á ábyrgð einkarekinna bæjarfélaga

sé vart nokkuð sem aðgreinir þá nema mögulega skattahlutföll.

Jonsi (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband