Kosningaveturinn að byrja

Vinstrimenn eru öðrum fremur veikir í hnjánum, og kikna fyrr en flestir í þeim ef á þá er þrýst. Þetta er ekkert leyndarmál, og allskyns vel skipulagðir hópar nýta sér gjarnan þennan veikleika vinstrimanna til að fá sínu framgengt. Það skal tekið fram að hérna eru meðlimir Sjálfstæðisflokksins á engan hátt undanskildir. 

Nú er það auðvitað svo að eftir hrun krónunnar hafa kjör allra með laun í íslenskum krónum skerst mikið. Þetta gildir jafnt um þá sem eru í öflugum stéttarfélögum og aðra sem semja sjálfir um sín kjör. Veik hné vinstrimanna eru samt veikari fyrir hópþrýstingi en þrýstingi annarra. Opinberir starfsmenn í vel skipulögðum stéttarfélögum eru því í betri stöðu en aðrir til að fá kjör sín "leiðrétt". Aðrir þurfa svo að éta hærri skattbyrði til að fjármagna árangur stéttarfélaga hinna opinberu starfsmanna í þeirra kjarabaráttu.

Hjúkrunarfræðingar eiga ekki marga úrkosti. Þeir geta varla unnið fyrir aðra en hið opinbera, og valkosturinn er að flýja land. Þeir munu því hamast og berjast þar til laun þeirra hafa verið hækkuð um tveggja stafa prósentutölu. Það verður góð niðurstaða fyrir þá, en slæm fyrir skattgreiðendur.

Ríkisstjórnin hefur unnið dyggilega að því að innleiða sósíalisma á Íslandi. Niðurstaðan er smátt og smátt að koma í ljós: Opinberir starfsmenn sjúga til sín sífellt stærri hluta verðmætasköpunar í landinu og hagkerfið færist nær gjaldþroti allra, bæði opinberra starfsmanna og annarra.

En er einhver leið út úr þessari klípu? Já hún er til. Hún er sú að ríkisvaldið stígi bremsuna í botn, skeri af sér stóra hluta af rekstri sínum, gefi það skýrt til kynna að lífið sem opinber starfsmaður verður bæði erfitt og aðhaldssamt, en að á móti komi að sívaxandi einkageiri geti hratt og örugglega tekið við vinnandi höndum enda sé hann að stækka hratt með einkavæðingum og skattalækkunum.

Hvort sú lausn verði valin á yfirvegaðan og skipulagðan hátt eða komi sem algjör nauðsyn á seinasta augnabliki til að forða hagkerfinu frá gjaldþroti er svo pólitísk ákvörðun. Til að taka hana tímanlega þarf sterkan vilja og leiðtogahæfileika. Hvorugt finnst á Alþingi um þessar mundir.  Til að taka hana á seinustu stundu krefst engra sérstakra mannkosta. 


mbl.is „Kornið sem fyllti mælinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband