Svokölluð bókhaldsbrella

Þeir sem standa Hörpu og hafa stutt við bakið á byggingu hennar eru í miklum vandræðum. Ekki tekst lengur að fela falsaðar kostnaðaráætlanir (t.d. þær þar sem skattheimta er skilgreind upp á nýtt), og "tekjur" af samkeppnisstarfssemi ríkisins við einkarekna ráðstefnuhaldara hafa ekki skilað sér. 

Hvað er þá eftir? Jú, bókhaldsbrellur. Núna er talað um að ríkiseiningar, rækilega studdar af skattgreiðendum hvort sem þeim líkar betur eða verr, "leigi" húsakost í Hörpu. Þetta mætti kalla að moka fé úr vösum skattgreiðenda ofan í annan hvorn vasa ríkisvaldsins, og úr þeim vasa yfir í hinn vasann. Ríkisvaldið er beinlínis að fara styðja við bakið á sjálfu sér.

Allt þetta vesen í kringum Hörpuna ætlar engan endi að taka. Húsið á að setja til sölu strax, öllum samningum í tengslum við það á að segja upp og svo vona að einhver sé tilbúinn að taka að sér rekstur á þessum dýrasta steypukassa Íslands án aðskomu skattgreiðenda.  


mbl.is Vilja nýta Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er ekki laust við að ég sé sammála þér, þessi bygging er meira virði í augum Borgarstjóra og hans fólki en Reykvíkingar sjálfir sem sæta gífurlegum hækkunum á gjöldum sínum vegna þessa á sama tíma og það er skorið og skorið niður í skólakerfinu vegna peningaskorts...

Ég er viss um að flestum Reykvíkingum sé sama um tilvisst þessa hús vegna kostnaðarins sem þeir eru að fá í bakið vegna þess...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.8.2012 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband