Hvað næst? Fataþvottastefna?

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag nýja atvinnustefnu sem sett er fram undir yfirskriftinni Atvinnustefna Reykjavíkur – Skapandi borg. Er þetta í fyrsta sinn sem slík stefna er sett fram af hálfu Reykjavíkurborgar, að því er fram kemur í tilkynningu frá borgaryfirvöldum.

En gaman! Borgarstjórn, sem heldur opinberum álögum á allt og alla í Reykjavík í hæstu hæðum, hefur nú sett fram "atvinnustefnu". Það var nú gott. Markmið hennar er að vísu ekki að skapa atvinnu, heldur ákveðna tegund atvinnu á ákveðnum sviðum, á kostnað atvinnu á öðrum sviðum. Þá það.

Ef borgarstjórnar ætlar sér að skapa störf þarf hún bara að lækka opinberar álögur á það sem fer inn fyrir borgarmörkin og minnka flækjustigið fyrir þá sem neyðast til að eiga samskipti við borgaryfirvöld.

Stefnan segir samt allt nema það. Og hún mun því ekki leiða til sköpun neinnar atvinnu fyrir neinn, nema opinbera starfsmenn auðvitað.

Tíma-, peninga- og pappírssóun, í stuttu máli sagt. 


mbl.is Atvinnustefna sett fram í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband