Ískyggilegar afleiðingar ríkisábyrgða

Menn óttast "fjármálaheiminn". Skiljanlega. Hann tekur við sparnaði okkar, fjölfaldar, notar til að taka mikla áhættu, og ef fjármálaspekingarnir græða fá þeir að lifa hátt, en ef og þegar þeim mistekst fáum við hin að borða reikninginn.

Rót þessa kerfis er ríkisábyrgð. Ríkisvaldið hefur þegið ráð hagfræðinga sem boða að ríkisvaldið þurfi að prenta peninga og tryggja alla fyrir áhættusækni sumra, og þá sérstaklega þá sem taka áhættuna.

Ímyndum okkur heim án ríkisábyrgða. Banki fær 1000 kr. í innlán. Hann gerir, með réttu eða röngu, ráð fyrir að eigandi innlánsins sæki það ekki fyrr en eftir 1 ár. Bankinn lánar út hverja krónu, t.d. til annarra banka, sem gera sömuleiðis ráð fyrir að sá sem lagði inn sé ekkert á leið að draga út. Sá sem lagði inn 1000 krónurnar fréttir af þessum fjölföldunarleik með peningana hans, og af þeirri áhættu sem er verið að taka með þá. Hann getur gert tvennt:

 

  1. Tekur út sitt eigið fé, og þurrkað út spilaborg bankanna.
  2. Tekið sénsinn, og vonað að spilaborgin leiði til þess að hann hagnist sjálfur á endanum.

 

Möguleika 1 velur hann, að öllu jöfnu en ekki endilega, í fjarveru ríkisábyrgðar. Möguleika 2 hafa flestir valið og velja enn, með réttu eða röngu, í okkar kerfi ríkisábyrgða. Innistæðan er jú "tryggð".

Völd bankanna ættu ekki að vera meiri en völd þeirra sem taka við dýrustu jakkafötum landsins, þurrhreinsa þau, og skila í betra ástandi en þegar þau voru "lögð inn". Bankarnir hafa hins vegar fengið gríðarlega hlýjan og góðan stað í ríkisjötunni. Það er rótin að "áhrifum" þeirra.  


mbl.is Ískyggilega mikil áhrif fjármálaafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er alveg hrikalegt að fylgjast með því hvað yfirvöld á Spáni ætla að gera fyrir einn bankann þar vegna þess að hann lánaði svo mikið út.

Helgi (IP-tala skráð) 1.6.2012 kl. 05:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband