Er heimskulegt að spara?

Hægt er að færa ágæt rök fyrir því að það sé heimskulegt að spara, ekki bara á Íslandi heldur í öllum hinum vestræna og seðlabanka-peningaprentandi heimi.

Röng hagfræði kennir okkur að það sem drífi hagvöxt og bætt lífskjör sé "neysla". Til að kynda undir "neyslu" megi grípa til allra hugsanlegra ráða: Prenta fé og lána út til neyslu, taka lán og eyða í neyslu, fita yfirdráttarheimildina og kaupa neysluvarning. Hin ranga hagfræði segir, að það muni "auka veltu", skapa störf og bæta kjör allra. Þeir sem skuldsetja sig njóti þess í auknum umsvifum í hagkerfinu, sem leiði til bættra launakjara og fleiri tækifæra.

Ekkert af þessu er rétt. Sú pólitíska ákvörðun að fylgja hinni röngu hagfræði hefur því haft stórkostlega neikvæð áhrif í för með sér fyrir allt og alla. Skuldir vaxa endalaust, og enginn leggur fyrir, enda er raunávöxtun á sparnaði orðin neikvæð. Í Danmörku, svo dæmi sé tekið, eru vextir á sparnaði um fjórðungur til helmingur af rýrnun á kaupmætti peninganna ("verðbólga"). Sparnaðurinn rýrnar því. Færri nenna að spara. Þeir sem vilja taka lán og fjárfesta í verðmætaskapandi starfsemi geta ekki boðið í sparnað, því sparnaður er ekki til staðar. Þeir þurfa því að fá það lán í nýprentuðum peningum, sem auka enn á  rýrnun kaupmáttar og lækkun vaxta á sparnaði.

Er einhver leið út úr þessum ógöngum? Já, margar. Ein er sú að aðskilja ríkisvald og hagkerfi - taka peningaprentunarvaldið og einokun á útgáfu peninga úr höndum ríkisins, og leyfa einkaaðilum að keppa í útgáfu peninga. Sagan kennir okkur að það sé mun heillavænlegra fyrirkomulag en það sem er við lýði í dag. Rök og rétt hagfræði kennir okkur að þannig sinni vextir því hlutverki sínu að miðla verði á lánsfé og sparnaði til lántaka og þeirra sem spara, þannig að eftirspurn eftir lánsfé, og framboð á því, nái jafnvægi.

Langt mál og flókið? Í raun ekki.

Pólitískt viðkvæmt mál og nánast ósnertanlegt? Já vissulega.


mbl.is Sparnaður eykst ekki þrátt fyrir lífeyrissjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> Sagan kennir okkur að það sé mun heillavænlegra fyrirkomulag en það sem er við lýði í dag.

Fyrir forvitni sakir. Hvað er það í sögunni sem þú vísar í þar? Hvar hefur það virkað betur að láta einkaaðila keppa í útgáfu peninga? Og hvernig hefur það virkað betur? Hefur fólk almennt haft það betra þar sem slíkt fyrirkomulag hefur verið við lýði?

Matthías Ásgeirsson, 28.5.2012 kl. 19:37

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Fann eina örstutta kaupmáttarsögu bandaríska dollarans hérna:

http://goldprice.org/bob/2007/02/us-dollar-purchasing-power.html

Einkaaðilar geta einfaldlega ekki leyft sér að rýra kaupmátt peninga skjólstæðinga sinna því þá hætta þeir að nota þá peninga og skipta. Það er engin tilviljun að fólk hefur valið illvinnanlega og sjaldgæfa góðmála til að skiptast á vörum og þjónustu.

Í raun er umhugsunarvert að fólk hafi ennþá slíka tröllatrú á núverandi bólu-hrun-kerfi seðlabanka heimsins að sönnunarbyrðin sé enn á öllu traustari peningakerfum sem réðu ríkjum fyrir öld seðlabankanna (20. öldin, og eitthvað áfram inn í 21. öldina, en óvíst hversu lengi).

Og já, fólk hefur það betra þar sem sparnaður þess rýrnar ekki, og þar sem vaxtastig sendir rétt skilaboð um framboð og eftirspurn á lánsfé (og þar með hvaða fjárfestingar eru raunverulega þess virði að fara út í).

Geir Ágústsson, 30.5.2012 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband