Frétt: Sveitarfélag safnar hægar skuldum

Kannski er ég orðinn aðeins of bitur og súr út í stjórnleysi stjórnmálamanna og takmarkalausu getuleysi þeirra til að stöðva skuldasöfnun, en að Mosfellsbær sé að safna hægar skuldum en í fyrra er neikvæð frétt í mínum huga.

"Tekjur" (skattheimta) og útgjöld opinberra eininga er mjög auðvelt reikningsdæmi. Menn taka meðvitaða ákvörðun um að safna skuldum. Í Mosfellsbæ hafa menn meðvitað tekið þá ákvörðun að eyða meira en sem nemur afrakstri á mjólkun skattgreiðenda. Menn hafa að vísu ákveðið að safna hægar skuldum á herðar skattgreiðenda en í fyrra, en ákváðu nú samt að safna skuldum. Og það er óábyrg hegðun sem jaðrar við þjófnað og fjársvik.

Stjórnmálamenn eiga að finna þá taug í sér sem titrar við þá tilhugsun, að það sé ósanngjarnt að aðili A safni skuldum á herðar aðila B. Stjórnmálamaðurinn á að sjá fyrir sér sitt eigið, persónulega reikningsyfirlit, og lið þar sem heitir "Skuldasöfnun nágranna þíns á þínar herðar", og verða óstjórnlega reiður yfir því að sá liður hækkar og hækkar, sama hvað er mikið tekið til í heimilisbókhaldinu. Nágranninn grefur fyrir heitum potti, býður vinum sínum í hádegisverði og partý, endurnýjar bílinn sinn, fer í allskyns "opinberar framkvæmdir" á lóðinni sinni, og sendir reikninginn jafnóðum til stjórnmálamannsins í húsinu við hliðina.

Þetta er ófyrirgefanlegt ábyrgðarleysi. Hægari skuldasöfnun er skárri en hröð skuldasöfnun, en bara á sama hátt og minni barsmíðar eru skárri en miklar barsmíðar. Í Mosfellsbæ berja menn núna minna á skattgreiðendum en í fyrra, en barsmíðarnar eru slæmar engu að síður.


mbl.is Dregur úr tapi Mosfellsbæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband