Þriðjudagur, 3. apríl 2012
Ábyrgðarkver - Bankahrun og lærdómurinn um ábyrgð
Ábyrgðarkver Gunnlaugs Jónssonar er núna komið í verslanir. Loksins!
Umfjöllun um það má finna hérna og kverið er hægt að kaupa í Bóksölu Andríkis og á heimasíðu útgefanda.
Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að renna yfir kverið á meðan það var enn í smíðum en get ekki beðið eftir að fá lokaútgáfuna í hendurnar. Þetta er rit sem mun breyta allri umræðunni á Íslandi um bankahrunið. Það er mjög mikilvægt að sem flestir lesi það og skilji (en það er enginn vandi, því kverið er auðskiljanlegt).
Íslendingar lærðu ekki margt af hruninu árið 2008. Ríkisstjórnin, Alþingi, Seðlabanki Íslands, Fjármálaeftirlitið og raunar flestir Íslendingar virðast halda að lækningin við hruninu sé meira af því eitri sem leiddi til þess. Ábyrgðarkverið hjálpar vonandi sem flestum að skilja orsakir og afleiðingar hrunsins.
Ég get ekki mælt nógu mikið og sterkt með því að sem flestir lesi Ábyrgðarkverið. Ég skal meira að segja "sponsa" einhver eintök gegn óbindandi loforði um að viðtakandi ætli sér að lesa bókina. Hverjir vilja?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.