Mánudagur, 2. apríl 2012
Kapphlaup á botninn
Hagkerfi ESB-ríkjanna og Bandríkjanna eru á kapphlaupi á botninn. Bæði eru í raun að veikjast. Það sem blekkir tölfræðingana er tölfræðin: Í henni sjást víða merki um "bata" og jafnvel "vöxt". En hvorugt er í raun að eiga sér stað.
Það sem er að eiga sér stað er samskonar "vöxtur" og átti sér stað eftir að internetbólan sprakk árið 2000: Vöxtur í magni peninga í umferð. Seðlabankar evru-ríkjanna og Bandaríkjanna eru að gefa út nýja peninga eins og óðir núna. Þetta þvingar vexti niður, fælir fólk og fyrirtæki frá sparnaði og ýtir undir lántökur og fjárfestingar í dýrum (og yfirleitt óarðbærum) langtímaverkefnum (sem að öllu jöfnu gætu bara borgað sig ef fólk ætti sparnað til að eyða í framtíðinni, sem er ekki raunin).
Tölfræðingar glíma við mikinn vanda. Krafa yfirvalda er sú að þeir geti lýst ástandi hagkerfis með tölum. Þeir velja tölfræði samkvæmt leiðbeiningum úr hagfræði- og tölfræðinámi sínu. Sú hagfræði er vægast sagt meingölluð, og er undirrót þeirra þrenginga sem nánast allur heimurinn glímir við. Þær þrengingar eiga bara eftir að aukast.
Efnahagsbati meiri í Bandaríkjunum en ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Facebook
Athugasemdir
Sæll.
Flottar hugleiðingar.
Menn líta líka algerlega framhjá þeirri staðreynd að mörg lönd eru skuldum hlaðin eins og skrattinn skömmum. Hvernig á endurreisn að eiga sér stað þegar skuldir og skattar eru jafnmiklir og raun ber vitni? Ég held t.d. að við borgum alveg um 80 milljarða krónur í ár af okkar skuldum.
Árið 2006 var hægt að kaupa alveg um 4 gallón af olíu í USA fyrir silfurúnsu en í dag kaupir sama silfurúnsa alveg um 11 gallón af olíu í USA. Olía hefur í reynd ekki hækkað í verði þó sífellt sé verið að ljúga því að fólki.
Þessi mikla og ábyrgðarlausa peningaprentun veikir millistéttina sem er burðarásinn í öflugum samfélögum. Ég óttast mjög afleiðingarnar.
Helgi (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 11:15
Sæll Helgi,
Það er full ástæða til að vera mjög hræddur við þessa gríðarlegu peningaprentun. Hún er árás á sparnað, og þegar sparnaður er úr sögunni verður ómögulegt að fjármagna nokkurn skapaðan hlut nema með meiri peningaprentun. Sú prentun rýkur í verðlagið, á öllu. Það rýrir kaupmátt launa. Þetta er hræðilegur vítahringur.
Góð jakkaföt kostuðu um eina únsu af gulli rétt eftir seinustu aldamót, og gera það enn í dag (http://seekingalpha.com/instablog/119508-thomas-noon/94553-the-gold-suit-index).
Geir Ágústsson, 13.4.2012 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.