Excel-hagvöxtur er ekki raunverulegur hagvöxtur

Hagstofa Íslands hefur enn á ný keyrt Excel-skjölin sín og komist að því að "hagvöxtur" sé á spákortunum. Þessi Excel-skjöl sýna plústölur þegar fólk tæmir sparireikninga sína og skuldsetur sig á bólakaf og eyðir fénu í flatskjái og nýja bíla. Excel-skjölin sýna líka "hagvöxt" þegar ríkisvaldið skuldsetur sig og eyðir í laun opinberra embættismanna, glerhýsi við hafnir og þýðingar á regluverki ESB.

Ekkert af þessu bætir samt heilsu hagkerfisins. Verðmætasköpun er ekki mæld. Það sem er mælt eru peningalegar stærðir, og þær segja bara hluta sögunnar, og oft villandi. Peningaprentun mælist sem hagvöxtur, en hún hækkar verðlag, rýrir sparnað, ruglar viðskiptaáætlanir og flytur verðmæti úr fjárfestingu og yfir í neyslu. 

Hagstofa Íslands er dugleg að halda utan um ýmiskonar gögn, en spádómar hennar eru rusl byggð á drasli. 


mbl.is Hækkar hagvaxtarspá sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þetta er alveg dead on hjá þér. Menn þurfa að finna annan mælikvarða á heilsu efnahagslífsins en hagvöxt enda reyndist hinn mikli hagvöxtur á árunum fyrir hrun hér og annars staðar vera byggður á sandi. Fáfróðir stjórnarliðar hérlendis klappa sjálfsagt hver öðrum á axlir og þakka fyrir vel unnin störf.

Annars ættu menn að hafa í huga nokkuð merkilegt við það hve verðlausir peningar í heiminum eru orðnir: Árið 2006 var hægt að fá um 4 gallón af bensíni í USA fyrir silfurúnsu en í dag er hægt að fá alveg um 11 gallón fyrir sömu silfurúnsu. Þessi staðreynd sýnir glögglega fram á hve verðgildi peninga hefur rýrnað mikið sem og að olía hefur ekki hækkað.

Núverandi efnahagsstefna hér og annars staðar er á góðri leið með að útrýma miðstéttinni með hörmulegum afleiðingum fyrir Vestræn samfélög.

Helgi (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband