Laugardagur, 10. mars 2012
Pólitísk afskipti af tæknilegum viðfangsefnum
Stjórnarflokkarnir hafa komist að samkomulagi um að lagt verði til í væntanlegri þingsályktun um virkjunarkosti að hugmyndir um þrjár virkjanir í Þjórsá verði settar í biðflokk, að sögn traustra heimildarmanna í flokkunum tveim.
Nær víst sé að samkomulagið verði staðfest í ríkisstjórn og kynnt á næstu dögum. Jafnframt kemur fram að ekki verði hróflað við þeim tillögum um virkjanir á Reykjanesskaga sem verkefnisstjórn um rammaáætlun lagði fram í fyrra en hugmyndir um jarðvarmavirkjun við Hágöngulón og vatnsaflsvirkjun við Skrokköldu fari í biðflokk.
Mér sýnist stjórnmálamenn vera að ýta á virkjunaraðila að virkja meira í gufu og jarðvarma en minna í vatnsafli. Allar vatnsaflsvirkjanir eru stöðvaðar með pólitískum afskiptum ("settar í biðflokk") á meðan hindranir eru ekki lagðar í veg fyrir gufuaflsvirkjanir.
Hafa menn ekki verið að deila um ýmislegt í tengslum við Hellisheiðarvirkjun undanfarna mánuði? Vísindin í kringum áhrif þess að létta á þrýstingi heitavatnsbóla í jörðinni, og hella dæla heita vatninu svo aftur ofan í jörðina, eru að mér sýnist ekki alveg á hreinu. Uppistöðulón eru einfaldari. En þau eru óþægilegt útsýni að mati stjórnmálamannanna. Þess vegna á að ná í rafmagn með gufu.
Kannski er ég að lesa of mikið í yfirlýsingar ráðherra. Kannski eru þeir bara að reyna að stöðva öll virkjunaráform, en geta það ekki, t.d. af því þeir álpuðust til að lofa kjósendum sínum einhverju (störfum, fjárfestingu).
![]() |
Engar virkjanir í neðri Þjórsá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Pólitísk afskipti á tæknilegum lausnum... Já, takk...!
-
Ok...
Ég er uppalinn sunnlendingur... Og svíður að sjá fagurt landið mitt þversumkrussað af þessum andsk... rafmagnslínum vegna yfirvofandi "hagsældar" í öðrum landshlutum...
Bara útaf því að einhver bölvaður aumingi sem kann ekki með peninga að fara útá Reykjanesi lét sér detta það í hug, fyrir einhverjar kosningarnar, að byggja upp skyldi orkufrekann iðnað í sínu héraði...
Hversu mikið eiga sunnlendingar að virkja til að bjarga pólitískum fíflum og aumingjum þarna útá útnesi...?
Afhverju meiga sunnlendingar ekki notast við sína virkjunarkosti til uppbyggingar atvinnu í sínu heimahéraði...?
Hversu lengi verðum við að skeina upp skítinn undan þeim þarna sem hvort eð er kunna ekki hagsýni og eru endalaust á hausnum þrátt fyrir alla þá meðgjöf sem þeir hafa fengið...?
Nei...!
Nú er komið nóg... Þeir geta gert virkjanir útá sínu forljóta nesi en skulu láta mína fögru sveit í friði... Þeir eru sko búnir að fá mikið meir en nóg... Takk...!
Sævar Óli Helgason, 10.3.2012 kl. 20:10
Sævar,
Athyglisverður punktur. Í pólitískum hrossakaupum hefur Sunnulandið vissulega þurft að taka við megninu af virkjunum landsins. Ekki má styggja við gæsum eða hreyfa við mosa eða breyta lögun fossa í öðrum landshlutum. Dettifoss er að hruni kominn en svipurinn sem kemur á fólk þegar maður nefnir hann sem virkjunarkost er gjarnan sá af undrun og jafnvel hneykslun.
Geir Ágústsson, 11.3.2012 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.