Allir skattar eru slæmir skattar

Hópur níu evruríkja undir forystu Frakklands og Þýskalands hafa óskað eftir því við Dani, sem fara nú með forsætið innan Evrópusambandsins, að flýta áætlunum um sérstakan skatt á fjármagnsflutninga.

Hugmyndir um nýja skatta og hækkanir á gömlum sköttum eru alltaf að skjóta upp kollinum. Þær eru undantekningalaust slæmar.

Allir skattar eru slæmir skattar. Þeir sjúga verðmæti úr höndum þeirra sem afla þeirra og setja í hendur stjórnmálamanna sem sóa þeim. Engu máli skiptir hvað skattarnir heita eða á hvað þeir "leggjast". Þeir eru alltaf slæmir. Og þegar ég segi "slæmir", þá meina ég: Draga úr verðmætasköpun, senda verðmæti á flótta í aðrar áttir en þær hagkvæmustu, og brengla frjáls viðskipti í átt frá mestri ávöxtun og mestum ábata og í átt að einhverju öðru, t.d. skjól frá skattheimtu.

Ég hef enga sérstaka skoðun á þessum tiltekna skatti sem núna er barist fyrir að sjúgi blóð úr fjármálageiranum og setji í tómar hirslur ríkissjóða gjaldþrota ríkja. Hann er jafnslæmur og hver annar skattur. Hann mun þyngja ríkisvaldið enn frekar og veikja markaðinn og leiða til þess að allir séu verr settir en áður, ef undan eru skildir embættismenn ríkisvaldsins og helstu skjólstæðingar þess í atvinnulífinu.


mbl.is Níu evruríki vilja skatt á fjármagnsflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég er alveg sammála þér.

Skattar eru samt gjarnan réttlættir með því að allir þurfi að leggja sitt til, fjarmagna þurfi heilbrigðiskerfið og menntakerfið og fleira slíkt. Viljum við ekki velferð?, allt kostar peninga og fleira slíkt. Þau rök hafa virkað hingað til og þeim óspart beitt.

Ég held að annað hljóð kæmi í strokkinn hjá fólki ef því væri sagt að það ynni mánudag og þriðjudag í hverri einustu viku (eða hvað hlutfallið er) bara fyrir hið opinbera. Flestir eru sjálfsagt tilbúnir að láta eitthvað af hendi rakna til velferðarkerfisins en þegar fólk er farið að láta stóran hluta sinna tekna renna til hins opinbera koma sjálfsagt vöblur á marga ef framsetningin væri með þessum hætti. Skaðsemi opinberra gjalda þarf að útskýra fyrir fólki. Kannski má spyrja fólk hvort það vilji ekki hærri laun og minna atvinnuleysi? Ef svarið við því er já þarf að lækka opinberar álögur og leggja af stóra hluta hins opinbera. Það ætti að valda hugarfarsbreytingu hjá flestum, eða hvað?

Verndar kolefnisskatturinn okkur gegn áhrifum kolefnis? Kemur hann í veg fyrir gróðurhúsaáhrifin?

Annars væri gaman að kanna það hjá þingmönnum hvort þeir væru tilbúnir að láta sömu prósentu af sínum prívat launum renna til þeirra málaflokka sem þeir ausa hugsunarlaust fé í. Eru Jóhanna og Steingrímur tilbúin til þess að gefa eitthvað af sínum launum til að fjármagna starfsemi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks? Það efast ég um en samt vilja þau ráðstafa skattfé þannig. Er Bjarni Ben tilbúinn að láta nokkuð af sínum launum sem þingmaður renna í sjóði Vg og Sf? Þessu ágæta fólki finnst bara gott að láta skattfé almennings renna í sjóði flokkanna.  Ræfill eins og ég borga nú fyrir starfsemi flokka sem ég fyrirlít.

Svo er eitt sem heimskinginn ég skil ekki og vonandi getur einhver útskýrt fyrir mér:

Þingmennska er fullt starf, ekki satt? Það að vera ráðherra er líka fullt starf, ekki satt? Hvernig geta einstaklingar þá, án þess að svíkjast um í öðrum hvorum stólnum, sinnt báðum þessum störfum í einu? Hvernig virkar þetta eiginlega? Vinnur þetta ágæta fólk 16 tíma á dag 5 daga vikunnar eða rétt rúma 11 tíma á dag 7 daga vikunnar? Ef svo er, má það? Eru ekki til einhver lög um hvíldartíma? Eru stjórnmálamenn kannski miklu duglegari en aðrir? Er það duglegasta fólkið í landinu sem er bæði þingmenn og ráðherrar?

Helgi (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 14:47

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er nú ekki algjörlega sammála þarna.  Til að fjármagna þjónustu ríkisins VERÐA að vera einhverjir skattar en spurningin er með útfærslu þeirra OG HVAÐ EIGI AÐ SKATTLEGGJA.  En sú skattpíning sem á sér stað núna er alveg út úr kortinu og spurningin er HVERJU ÞJÓNAR HÚN EIGINLEGA????? Þess vegna er ekki nokkur spurning að það þarf að endurskoða skattkerfið alveg frá grunni og það er ansi margt þar sem mætti missa sín eins og Helgi bendir á hér að ofan. 

Jóhann Elíasson, 8.2.2012 kl. 15:08

3 identicon

Það verður gaman að sjá þessa tilraun hjá þeim.  Þetta er líklegast nú þegar farið að valda þeim tjóni þar sem fjármálafyrirtæki sem hyggjast hefja starfsemi í þessum löndum íhuga frekar önnur lönd og starfandi fyrirtæki gera áætlanir um breytta starfsemi.  Sviss mun líklegast hagnast umtalsvert á þessari tilraun, enda vegur hún að rótum samkeppnishæfni þessara fyrirtækja í þessum 9 löndum.

Njáll (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 17:52

4 identicon

Þurfti ekki að leita lengi:
http://www.swissinfo.ch/eng/Specials/Rebuilding_the_financial_sector/News,_results,_regulations/Swiss_to_be_big_winners_from_future_Tobin_tax.html?cid=31938272

 “It’s obvious that the Swiss financial sector would try to remain independent, while trying to make sure the tax is applied in other countries to benefit and receive any capital flowing out of other financial centres,”

Njáll (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 18:03

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sælir og takk fyrir innlegg ykkar.

Það sem skiptir mestu máli, hagfræðilega, er hversu mikil skattbyrðin sem slík er á hagkerfinu, en ekki hvort ríkið mergsýgur fyrirtæki A (sem fer þá á hausinn eða skiptir yfir í skattvægari starfsemi) en hlífir fyrirtæki B. 

Geir Ágústsson, 8.2.2012 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband