Kínverjar hættir að puða fyrir pappír

Í Kína er gríðarlega mikið framleitt af eftirsóttum neytendavarningi fyrir umheiminn. Í Kína er líka orðin til stór millistétt, sem fer stækkandi. Þessari millistétt vantar gríðarlega mikið af neytendavarningi; ísskápa, síma, skó, leikföng og svona má lengi telja.

Fyrir mörgum mánuðum spáði maður nokkur því að Kínverjar færu bráðum að leggja meiri áherslu á að neyta eigin framleiðslu í stað þess að senda hana alla til útlanda (t.d. með því að leyfa gjaldmiðli sínum að styrkjast). Af hverju? Jú af því greiðslan, sem Kínverjar hafa verið að fá fyrir raunverulega verðmætasköpun sína og framleiðslu, er í dollurum og evrum, og báðir gjaldmiðlar eru nú prentaðir í svo miklu magni að kaupmáttur þeirra er í kapphlaupi niður á við. 

Evran og dollarinn eru á dauðalista sögubókanna. Kínverjar eru að gera sér grein fyrir þessu, smátt og smátt.


mbl.is Minnkandi hagvöxtur í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband