RÚV er mjög 'háður' miðill og það sjá nú flestir

Flestir hljóta nú að vera búnir að sjá í gegnum þá pólitísku slæðu sem umleikur öll efnistök, þáttarstjórnenda- og gestaval og umfjallanir RÚV. Þar á bæ styðja menn stefnu Samfylkingarinnar í öllum meginatriðum. ESB er gott, evran er góð, krónan er slæm, þjóðaratkvæðagreiðslur sem eru ríkisstjórninni óþægilegar eiga ekki að fara fram, mótmæli gegn öðrum ríkisstjórnarflokki þarþarseinustu ríkisstjórnar eiga alltaf rétt á sér (sbr. áramótaskaupið), og svona má lengi telja.

Ég veit af mönnum sem eru að safna saman upplýsingum um grófa hlutdrægni RÚV og leggja fram kærur vegna þess. Það er samt erfitt að feta "réttar" leiðir í hinu opinbera kerfi, þegar hið opinbera kerfi er undir stjórn þeirra sem njóta velvildar RÚV. Og ekki getur almenningur sniðgengið RÚV - þar fá menn sitt ráðstöfunarfé í gegnum skattkerfið, sama hvað tautar og raular (ólíkt öllum öðrum frétta- og afþreyingarmiðlum landsins). Og geta út á lögþvingaða áskrift allra landsmanna að RÚV selt auglýsingar í samkeppni við einkaaðila.


mbl.is Gunnar Bragi: Ósáttur við RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evrurnar sem ég nota á hverjum degi eru góðar, en þær yrðu fljótar að hverfa á Íslandi.

Axel (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 15:52

2 Smámynd: Landfari

Það má nú hverjum manni vera ljóst að RÚV er ekki hlutlaust.

Landfari, 11.1.2012 kl. 21:35

3 identicon

Sæll.

Ég vona innilega að hlutdrægni RUV verði ekki látin óátalin, sú kvöð liggur á RUV að gæta hlutlægni og hlutleysis og ef menn brjóta lög eiga þeir auðvitað að gjalda þess.

http://www.amx.is/fuglahvisl/17972/

Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum.

Nýr menntamálaráðherra verður að skipa RUV stjórn sem hefur dug í sér til að hreinsa til í þessu Samfylkingarbæli. Fyrstir til að fara eru fréttastjórinn og útvarpsstjórinn.

Annað dæmi:

http://www.amx.is/fuglahvisl/17988/

Þessu verður að linna!

Helgi (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband