Ţriđjudagur, 10. janúar 2012
Fyrir hverju er sveitarfélögum treyst?
Ég hef megna andúđ af hvers kyns opinberum rekstri og opinberum afskiptum. Ríkisvaldiđ er óréttlát stofnun ofbeldis og eignaupptöku sem ber ađ sýna andúđ og fyrirlitningu. En ţar međ er ekki sagt ađ ég skilji ekki sjónarmiđ ţeirra sem vilja láta kvelja sig í skiptum fyrir viđurkenningu ókunnugs fólks sem kallast "ríkisstarfsmenn". Ég sýni slíkri sjálfspyntingarhvöt skilning, rétt eins og ég sýni ţví skilning ađ fórnarlömb mannrćningja falli stundum fyrir kvölurum sínum. Samúđ mín fyrir ţeim sem leyfa kvölurum sínum ađ kvelja sig mótstöđulaust er samt minni en skilningur minn.
Hvađ um ţađ. Flest fólk hefur ekkert á móti ţví ađ vera kreist um lífsviđurvćri sitt til ţess eins ađ "fá" eitthvađ af ţví til baka í formi "ţjónustu" og "bóta" frá ríkisvaldinu. Flest fólk umber óstöđvandi útţenslu hins opinbera, og vaxandi afskipti ţess af öllu sem hreyfist og andar og skiptir um hendur í samfélaginu.
En er ekki einhver farinn ađ spyrja sig: Hvađ er ţađ nú eiginlega sem ţetta ríkisvald á ađ gera, og hvar á ţađ ađ halda sig fjarri, og hvernig á hiđ opinbera ađ forgangsrađa ţví fé sem ţađ lemur úr mér á hverjum degi?
Ţví mér sýnist hinn stórkostlegi skortur á ađhaldi og andúđ almennings á hinu opinbera vera ađ gefa hinu opinbera alltof mikiđ sjálfstraust.
Var ekki einhvern tímann einhver sem sagt: Í skiptum fyrir himinhátt útsvar eiga sveitarfélög međal annars ađ hreinsa götur og gangstéttir ţegar ţćr eru ófćrar vegna snjókomu.
Eđa var krafan kannski á ţennan veg: Sama hvađ líđur ófćrđ á götunum ţá á hiđ opinbera ađ ausa fé í byggingu, viđhald og rekstur á tónlistarhúsi.
Eđa er fólki alveg sama? Fćr hiđ opinbera bara ađ gera hvađ sem ţađ vill, án ţess ađ réttmćti hins opinbera reksturs sé véfengt? Er enginn ađ velta fyrir sér grundvellinum fyrir rekstri hins opinbera og réttmćtinu bak viđ hann? Er bara allt í lagi ađ sveitarfélög hćtti ađ hreinsa götur, manna skólaskyldukerfiđ og lýsa umferđargötur, ţótt hver einn og einasti ţegn sveitarfélagsins ćtlist til ţess ađ útsvariđ fari í ţessi verkefni og ekki einhver gćluverkefni fyrir fámenna klíku svokallađra listamanna?
Hinu hrćđilega ćđruleysi almennings gagnvart kvölum og pyntingum ţarf ađ berjast gegn. Ég ćtla ađ taka ţátt í ţeirri baráttu.
Öryggiđ ekki í forgang | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:06 | Facebook
Athugasemdir
Erum viđ ekki ađ uppskera allstađar í ţjóđfélaginu afleiđingar af ţví ađ óhćfir einstaklingar eru allsstađar í stjórnkerfinu?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráđ) 10.1.2012 kl. 09:06
Kristján,
Ţađ getur ekki orđiđ öđruvísi hjá ríkisvaldinu.
Geir Ágústsson, 10.1.2012 kl. 09:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.