Þriðjudagur, 13. desember 2011
Sértæk aðgerð sem flækir skattkerfið
Stjórnmálamenn Alþingis virðast ekki skilja nokkurn skapaðan hlut í hagfræði og virðist vera alveg sama þótt flækjustigið í lífi hins venjulega Íslendings sé skrúfað upp í rjáfur.
Gott dæmi er mjög svo einkennileg hugmynd þess efnis að lækka virðisaukaskatt á eina tiltekna vörutegund. Fyrir þessu eru auðvitað einhver einkennileg "rök", að þessi og hinn verði þá síður óléttur og varnir gegn einni tiltekinni tegund smitleiðar verði ódýrari. En hvað með allt annað sem getur komið fyrir fólk eða það lent í? Og hvað með smitleiðir sem fela ekki í sér nekt og kynlíf?
Og hvað er að "almennum aðgerðum"?
Skattur á smokkum lækki í 7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.