Miðvikudagur, 30. nóvember 2011
Einkafyrirtæki bjargað á kostnað skattgreiðenda
Þrátt fyrir að fyrir liggur að kostnaður ríkissjóðs vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef verði aldrei minni en 11,2 milljarðar króna er ekki óskað eftir þeim fjárheimildum í fjárlagafrumvarpi næsta árs.
Ríkisendurskoðun gerir við þetta athugasemdir í umsögn sinni við fjárlagafrumvarpið og segir þar að fjármálaráðuneytinu beri að óska eftir slíkum heimildum.
Þessari ríkisstjórn tekst ekki að gera neitt rétt. Meira að segja þjóðnýtingar hennar komast ekki í gegnum einfalt ferli fjárveitingaheimilda úr vösum skattgreiðenda.
Athugasemdir Ríkisendurskoðunar eru eflaust á rökum reistar. Fjármálaráðherra getur valið að fara eftir þeim, eða hann getur sleppt því (stjórnsýslan er í molum og meira að segja stjórnarskráin er sniðgengin, t.d. 20. grein hennar þegar ríkisstjórninni vantaði pólitískan samherja í stól seðlabankastjóra á sínum tíma).
Önnur rök gegn þjóðnýtingu á gjaldþrota einkafyrirtæki má svo færa, sem eru ekki jafntæknilegs eðlis. Til dæmis þau rök að skattgreiðendur eigi ekki að þurfa taka á sig tap einkafyrirtækja, af "princip" ástæðum. Og þau rök að samkvæmisdans ríkisvaldins og bankakerfisins leiðir á endanum til gjaldþrots hvoru tveggja, sem hljóti að teljast til neikvæðra atburða.
Ætla Íslendingar að leyfa þessari vinstristjórn að sitja í 514 daga í viðbót? Ætla Sjálfstæðismenn á Alþingi að framlengja líf Samfylkingarinnar í íslenskri pólitík (aftur)?
Ríkisendurskoðun gagnrýnir fjárlögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.