Fimmtudagur, 10. nóvember 2011
Krugman er ringlaður
Paul Krugman er ringlaður maður. Núna bölvar hann Ítölum fyrir að hafa lánað of mikið, í "erlendri mynt". Krugman er almennt mjög hlynntur því að drekkja skattgreiðendum í skuldum hins opinbera, en þegar kemur að skuldadögum segir hann að skuldsetningin sé slæm. Hann er áfengisdrykkjumaður sem gerir sér ekki grein fyrir því að á eftir drykkju koma timburmenn. Og þegar timburmennirnir koma, þá er hann ráðalaus. En kennir vitaskuld ekki eigin neyslu um þá.
Krugman hefur skrifað margt og misvísandi og talað í kross um fjölmargt. Skuldsetning er engin undantekning. Árið 2010 skrifaði hann til dæmis, eftir að hafa leikið sér aðeins í Excel: "Im not denying that high debt can be a problem; but I think we need to be careful in assessing simple correlations."
Hin djúpa speki Krugman (a.m.k. þá): "[I]ts not so much that bad things happen to growth when debt is high, its that bad things happen to debt when growth is low."
Á mannamáli: Á meðan tekjur þínar fara hækkandi, haltu áfram að slá lán. Komi til þess að tekjur þínar hætta að vaxa eins hratt og skuldsetning þín, þá ertu í vandræðum. En það er sem sagt ekki slæmt að skuldsetja sig, bara á meðan þú gerir það hægar en vöxtur tekna þinna.
Að maðurinn hafi látið svona speki frá sér, og það eftir hrun þegar öllum átti að vera orðið ljóst að hröð skuldsetning á "uppgangs"tímunum var feigðarflan, er með ólíkindum.
Morgunblaðið heldur áfram að vitna í blogg Krugman. Blaðið hefði gott af því að finna annan speking til að vitna í. Til dæmis einhvern sem spáir rétt, af réttum ástæðum, og áður en atburðirnir gerast.
Líkir evrunni við erfðasyndina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á meðan tekjur þínar fara hækkandi, haltu áfram að slá lán. Komi til þess að tekjur þínar hætta að vaxa eins hratt og skuldsetning þín, þá ertu í vandræðum.
Spoken like a true Keynesian. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2011 kl. 15:49
..eða true Krugmaniac.
Geir Ágústsson, 10.11.2011 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.