Miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Íslandi vantar Rihönnu
Meint "kjaradeila" ríkisins og Sinfóníuhljómarsveitarinnar er gott tækifæri til að skera þennan litla en rándýra afkima menningarlífs okkar af ríkisspenanum.
Í staðinn gæti svo komið áhugamannahljómsveit (jafnvel fleiri en ein), nú eða heimsóknir erlendra sinfóníuhljómsveita til Íslands.
Þar með yrði sú "kjaradeila" úr sögunni.
Á Íslandi er engin Rolling Stones eða Rihanna. Íslendingar hafa samt sótt tónleika hjá báðum, og geta það raunar hvenær sem er, gefið að þeir séu tilbúnir í kostnaðinn við ferðalög út í heim. Vonandi lætur sér enginn detta í hug að krefjast framlaga úr vösum skattgreiðenda til að "hafa" eins og eina Rihönnu á Íslandi til að halda tónleika einu sinni í mánuði fyrir þá með nákvæmlega þannig smekk fyrir tónlist.
Eða hvað?
Kjaradeilan er enn óleyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þeir segja að það sé uppselt og þá veltir maður því fyrir sér hvað með þá innkomu sem kemur af fullum sal af fólki...
Ef þessi hljómsveit getur ekki rekið sig fyrir eigin verðleika þá hefur hún ekkert að gera á markaðinum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.11.2011 kl. 08:10
Sorglegt að sjá og heyra þröngsýnisjónarmið fólks sem hefur farið á mis við þá ánægju og gleði sem Sinfonían hefur veitt þeim sem á hana hlusta og hrífast með.
Að leggja Sinfoníuna niður væri næstum eins og að leggja skólakerfið og allt sem því fylgir niður líka.
Því miður er þetta bara svona, hverjum þykir sinn fugl fagur, en að skera niður menninguna á erfiðum tímum væri stórslys að mínu mati.
Bergljót Gunnarsdóttir, 2.11.2011 kl. 10:22
Bergljót,
Takk fyrir innlitið.
Þú hittir nákvæmlega naglann á höfuðið þegar þú skrifar "hverjum þykir sinn fugl fagur". Þess vegna er skrýtið að þeir sem vilja fóðra eina tegund fugls heimta að allir aðrir taki þátt í fóðurkostnaðinum.
Það skal ítrekað sagt að sinfóníutónleikar eru bara ein tegund menningar, af mörgum. Réttlætingin fyrir því að skattgreiðendur séu látnir niðurgreiða eina tegund menningar en ekki aðra er engin. Annaðhvort eiga allir að geta stungið hendinni í vasa skattgreiðenda í nafni menningar, eða enginn.
Geir Ágústsson, 2.11.2011 kl. 12:20
Elsku vinurinn góði! Það eru allir með hendurnar í vösum okkar Hvað með leikhúsin, alla frjálsu leikhópana, Kjarvalsstaði, allskyns styrki til allskyns tónlistarmanna af öllum teg, tónlistar, Ísl dansflokksins, kvikmyndasjóðs ofl.ofl.ofl.
Ef við kippum menningarkrumlunum upp úr vösunum okkar leggst hún af og hananú! Það þætti mér sem slíkri, ef mig skyldi kalla, óbærilegt.
Með bestu kveðju
Bergljót Gunnarsdóttir, 2.11.2011 kl. 12:38
Að ógleymdu útvarpi og sjónvarpi allra landsmanna!!!!!!
Bergljót Gunnarsdóttir, 2.11.2011 kl. 12:39
Bergljót,
Þú byggir málflutning þinn á tilvist ríkisstyrktrar menningar og telur að hann muni deyja út án þvingaðrar tilfærslu á fé skattgreiðenda í vasa þeirra sem selja slíka menningu.
Ég bendi hins vegar á að það er gríðarleg menningarstarfsemi sem þrífst og dafnar á Íslandi og annars staðar án ríkisstyrkja. Sú menning á undir högg að sækja ef eitthvað er vegna féþorsta þeirrar menningar sem ríkið hefur, af sinni miklu náð, ákveðið að halda á lífi, hvort sem fyrir því er fótur eða ekki.
En kannski snýst þetta bara um trú á menningu. Ég trúi því að mikil gróska í menningu muni koma fram ef ríkið dregur sig út úr fjármögnun hennar, algjörlega.
Geir Ágústsson, 2.11.2011 kl. 21:00
Vonandi rataðist kjöftugum þar rétt á munn, en bara svona fyrir forvitnissakir hvaða viðburði áttu við, ekki það að ég trúi þér ekki að óreyndu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 2.11.2011 kl. 22:21
Sæl Bergljót,
Á heimasíðu Grapwine er að finna viðburðadagatal:
http://www.grapevine.is/listings/calendar
Þarna er að vísu allt í bland, það sem er haldið á vegum einkaaðila og án aðkomu skattgreiðenda, og hitt sem tekur af sumum svo aðrir geta notið.
Svo má ekki gleyma kvikmyndahúsunum, uppistandi og öðru sem ríkið lætur alveg eiga sig að niðurgreiða.
Og svo má auðvitað nefna, að þeir sem ætla sér að halda menningarviðburð af sömu tegund og ríkið niðurgreiðir (t.d. klassíska tónleika) eiga gríðarlega mikið á brattan að sækja, því þeir geta ekki fjármagnað miðana á kostnað skattgreiðenda. Það kemur því ekki á óvart að sú tegund menningar sem ríkið niðurgreiðir er sjaldséð hjá einkaaðilum.
Svo ef þú saknar t.d. sýninga dansflokka utan ríkisstofnanna, þá er til ágæt skýring á vöntun á slíku.
Geir Ágústsson, 3.11.2011 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.