Þrengt að öllum, ekki bara öryrkjum

Öryrkjabandalagið virðist loksins vera að vakna upp við þann vonda draum sem ríkisstjórnin er. Vonandi bætist þá við þann hóp sem sér ekkert verra en núverandi ríkisstjórn.

Auðvitað hefur vinstristjórnin svikið allt sem hún lofaði upp í ermina á sér með tilliti til kjarabóta hjá þeim sem treysta á hið opinbera fyrir framfærslu sinni. Vinstristjórnin hefur fyrst og fremst það pólitíska markmið að koma Íslandi eins langt inn í ESB og hún getur á hennar eina og seinasta kjörtímabili. 

Niðursveifla hins íslenska hagkerfis stöðvast ekki fyrr en núverandi ríkisstjórn fer frá völdum og algjör viðsnúningur verður á öllum hennar stefnumálum. 

Ríkið þarf að draga sig saman um tugi prósenta. Það má gera án þess að fórna fyrst þeim sem treysta á hið opinbera fyrir framfærslu sinni. Til dæmis mætti hætta að bjarga bönkum með fé og skuldsetningu skattgreiðenda. Það væri stór og mikil sparnaðaraðgerð sem Steingrímur J. virðist ekki tilbúinn að leggja í.


mbl.is Enn þrengt að öryrkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband