Fimmtudagur, 20. október 2011
Já, hvers vegna ekki?
ESB er í fullkominni afneitun gagnvart skuldastöðu margra aðildarríkja sinna. Bókhald gjaldþrota ríkissjóða segir ekki einu sinni alla söguna. Þeir skulda yfirleitt mjög mikið, og eru skuldbundin enn meira. Skattkerfin hafa verið kreist í botn, og ráða ekki við gríðarlegar afborganir af "lánum" sem eiga að bjarga þeim frá greiðslufalli.
Í þessu umhverfi er alveg við hæfi að fela upplýsingar fyrir markaðsaðilum, sem ESB vill samt að reiði fé af hendi til að lána til gjaldþrota ríkja. Það er a.m.k. engin ný geðveiki, bara áframhald á þeirri geðveiki sem keyrir nú þegar.
Nú fyrir utan þá staðreynd, sem gleymist oft, að þegar framkvæmastjórn ESB vill eitthvað, þá fær hún það. Ef einhver óþægileg þjóðaratkvæðagreiðsla flækist fyrir, þá er hún annaðhvort endurtekin eða sniðgengin.
Svo lífið heldur áfram í ESB eins og fyrri daginn, á meðan sambandið hangir ennþá saman.
Vilja banna birtingu lánshæfiseinkunna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.