Föstudagur, 7. október 2011
Fleiri í strætó = dýrari strætó?
Úr afkomuskýrslu Strætó bs. (feitletrun mín):
Horfur fyrir seinni helming ársins eru hins vegar því miður ekki jákvæðar. Það skýrist að stærstum hluta af hækkun eldsneytisverðs, meiri verðbólgu en vonir stóðu til og nýlegum kjarasamningum, sem höfðu meiri kostnaðarauka í för með sér en ráð var fyrir gert. Auk þess hefur fjölgun strætisvagnafarþega, eins og verið hefur undanfarna mánuði, haft í för með sér aukinn kostnað og mun að öllum líkindum hafa neikvæð áhrif á afkomu Strætó við núverandi aðstæður.
Ólíkt hefðbundnum rekstri, þá hefur fjölgun viðskiptavina neikvæð áhrif á afkomu Strætó bs., og skýrist sennilega af því að hver einasti farmiði er niðurgreiddur, þ.e. reksturinn tapar pening í hvert skipti sem farþegi stígur inn í strætisvagn.
Fjölgun farþega hefur því annaðhvort eða hvoru tveggja í för með sér:
- Farmiðaverð þarf að hækka.
- Hið opinbera þarf að kreista meira fé úr vösum skattgreiðenda til að láta enda ná saman.
Hvort tveggja hlýtur að vera vont mál fyrir bæði farþega og útsvarsgreiðendur.
Ef menn vilja virkilega draga úr umferð á háannatímum og smala fleirum í hópferðarbíla er lausnin sú að einkavæða vegakerfið, helst í heild sinni, en til vara bara þar sem umferð er mikil. Eigendur veganna munu þá rukka fyrir aðgengi að þeim, og stilla verðlagið þannig af að umferð verði jöfn og þannig að hámarksfjöldi bíla komist áleiðis á sem stystum tíma. Aðgengi að vegum á álagstímum yrði dýrt, og það myndi hvetja fólk til að ferðast um í hópferðarbílum, sem yrðu reknir fyrir ágóða.
Strætófarþegum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er allt í bókunum um framboð og eftirspurn.
Þorskur (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 11:03
Þetta er líka vitneskja sem hver einasti krakki hefur áður en hann lætur skólakerfið heilaþvo sig. (Krakkar vita að það er auðveldara að fá óskir sínar uppfylltar eftir því sem þær eru ódýrari, og spurja því oftar um ódýrari hluti en dýrari.)
Geir Ágústsson, 7.10.2011 kl. 11:08
Rakst á þessa vægast sagt áhugaverðu grein um einkarekna "strætóa":
The (Illegal) Private Bus System That Works
Geir Ágústsson, 9.10.2011 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.