Sigmundur góður!

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er öflugasti stjórnarandstöðuþingmaðurinn, sýnist mér. Hann talar tæpitungulaust, og eftir því er tekið, a.m.k. utan Alþingis.

Stundum er samt erfitt að skilja hvað hann á við, og upphaf fréttarinnar gefur dæmi um slíkt, en þar er vitnað í Sigmund:

Hrunið var afleiðing af misnotkun gallaðrar frjálshyggju en núna erum við stödd í sósíalistakreppu.

Þetta má skilja á ýmsa vegu. Það sem gerðist á Íslandi frá því Davíð Oddsson tók við og þar til Samfylkingin rifti stjórnarsáttmálanum við Geir H. Haarde var að Ísland tók upp regluverk Evrópusambandsins á ýmsum sviðum. Meiri var "frjálshyggjan" ekki að neinu ráði. Menn geta kallað Davíð Oddsson ýmsum nöfnum (sjálfur kalla ég hann sterkan leiðtoga sem fylgir hugsjónum sínum), en frjálshyggjumaður er hann varla. 

Hin "gallaða frjálshyggja" er því sennilega ágætt heiti á regluverki Evrópusambandsins, og vonandi á Sigmundur við það.

Um orðið "sósíalistakreppu" er allt gott að segja, enda réttnefni. Raunar byrjaði sósíalistakreppan miklu fyrr. Um leið og menn setja eitthvað í ríkisábyrgð (t.d. skuldbindingar banka), þá er það sama orðið sósíalískt, og óumflýjanleg kreppan sem fylgir slíkri ábyrgð verður því að skrifast á sósíalisma.

Ég vona að Sigmundur haldi uppteknum hætti og veiti stjórnarandstöðunni þann innblástur sem hún þarf til að gagnrýna þessa ríkisstjórn frá. Baklandið er til staðar meðal almennings. Núna vantar herskáa (í ofbeldislausum skilningi orðisins) stjórnarandstöðu inni á þingi , og þótt fyrr hefði verið!


mbl.is „Erum stödd í sósíalistakreppu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband