Föstudagur, 30. september 2011
Er evra=ESB-aðild?
Ég sé að margir eru ennþá hrifnir af evrunni, þótt hún stefni í að komast í næstmesta fjöldaframleiðslu allra gjaldmiðla Vesturlanda (á eftir bandaríska dollarnum).
Gott og vel. En krefst notkun ASÍ-meðlima á evrunni aðilidar að ESB?
Í Evrópu finnst a.m.k. eitt land þar sem evran er notuð, einhliða, án aðildar að ESB. Að vísu í óþökk ESB, en engu að síður í notkun. Það land heitir Montenegro (oft þýtt sem Svartfjallaland á íslensku). Þar er því verðbólga evrunnar einhliða innflutt, án fullveldisafsals.
Íslendingar gætu líka tekið upp bandaríska dollarann. Það hafa mörg ríki gert. Það er að vísu ávísun á vandræði, en möguleiki engu að síður.
Mikilvægast er samt að koma ríkinu (hvort sem því er stýrt frá Reykjavík eða Brussel) út úr peningaútgáfu. Saga ríkiseinokunar á peningaútgáfu er einfaldlega skrifuð og niðurstaðan er: Hörmung.
Við þurfum frjálsa peningaútgáfu. Markaðslausnin er "harðir" peningar. Hún er hin eina rétta leið út úr hörmungum ríkispeningaútgáfunnar.
Kostir og gallar ESB-aðildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.