Peningakassi AGS tæmist hratt

Á heimasíðu AGS má lesa um gullforða sjóðsins. Þar segir meðal annars:

The IMF held 90.5 million ounces (2,814.1 metric tons) of gold at designated depositories at end August 2011.

Sjóðurinn hefur neyðst til að selja stóra bita af gullforða sínum undanfarin ár til að tryggja að sjóðurinn hafi nægt lausafé. Kínverjar og Indverjar hafa keypt í stórum stíl, og hið aukna framboð hefur ekki náð að slá á uppsveifluna í gullverðinu.

Kaupmáttur gulls heldur áfram að vera stöðugur til lengri tíma litið, á meðan pappírsgjaldmiðlarnir rýrna og rýrna. 

Gullverð í dag er um 1659 USD únsan. 90,5 milljón únsur ættu þá að vera um 150 milljarðar dollara virði. Fréttin segir að sjóðurinn hafi úr um 400 milljörðum dollara að spila, til að henda ofan í skuldahítir illa rekinna ríkja. Sennilega er gullforðinn ekki tekinn með í reikninginn. Get ég þá gefið mér að til að tæma sjóði AGS þurfi 550 milljarða dollara?

Skuldir Bandaríkjanna eru um 14000 milljarða dollara. Þær verða aldrei greiddar til baka.

Hvað skulda Ítalía og Spánn?

Sjóðir AGS munu ekki nægja til að fjármagna núverandi stefnu sjóðsins (bjarga öllum sem til þarf til að viðhalda fölsku trausti á hinu gallaða peningakerfi sem AGS er aðili að ásamt öllum seðlabönkum heimsins).

 


mbl.is Evrusvæðið má engan tíma missa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband