Styrkjakerfi: Letjandi

Styrkjakerfi að hætti Dana er letjandi fyrir námsfólk. Danir eru miklu lengur að draga sig í gegnum háskólanám en t.d. Íslendingar, og það af þeirri einföldu ástæðu að það er enginn efnahagslegur hvati til þess að klára.

Ef þú niðurgreiðir framfærslu námsmanna, þá máttu óhætt gera ráð fyrir að framfærslan verði miklu dýrari en ella.

Íslensku námslánin hafa marga kosti sem styrkjakerfi hefur ekki. Þau þarf að greiða til baka og þess vegna veigra margir sér við því að drekkja sér í þeim. Þau fást ekki skilyrðislaust - námsárangur þarf að koma fyrirfram - og það heldur nemendum við efnið. Ókostur námslánanna er niðurgreiðsla ríkisins á vöxtunum, en ef námslánum yrði breytt í styrk þá myndi höfuðstóllinn líka enda á skattgreiðendum, sem telst til ókosta.

Allt þetta dekstur ríkisins við háskólafólk á kostnað skattgreiðenda bitnar svo auðvitað á endanum á... háskólafólkinu! Það kemur skuldsett úr náminu (hvort sem það fær styrki eða ekki, virðist vera) og þarf að fara koma þaki yfir höfuðið á sér og um leið bera fullan þunga af himinháum sköttum sem þarf til að fjármagna... menntun annarra!

Ég vona að þessi styrkjahugmynd Stúdentaráðs Háskóla Íslands verði skotin niður sem fyrst. 


mbl.is LÍN skoði styrkjakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætti þá ekki eins að leggja niður atvinnuleysisbætur, eða hvað..? Taka upp atvinnuleysislán? Þá myndu kannski fleiri sækja um í sláturhúsinu fyrir austan :)

Tómas Árni (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 09:39

2 Smámynd: Rebekka

Hvernig væri þá að gera styrkjakerfið bara hvetjandi í staðinn?  :)

T.d. betri námsárangur = hærri styrkur.   Ef nemandinn klárar námið á tilsettum tíma í stað þess að slóra = hærri styrkur.

Auðvitað á ekki að ausa peningum í fólk bara svo það geti hangið endalaust í skóla.  Hins vegar græðir samfélagið mikið á góðri menntun og mér finnst ekki rétt að "refsa" fólki sem vill mennta sig í stað þess að fara strax á vinnumarkaðinn.  Námslánin duga tæplega til framfærslu nemendanna og flestir þurfa að hanga á horriminni í gegnum námið, nema þeir fái sér svarta vinnu eða njóti aðstoðar frá fjölskyldunni.

Rebekka, 20.9.2011 kl. 09:53

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Skondið að þú nefnir þær. Danir eru kannski með slæmt og letjandi styrkjakerfi fyrir námsmenn, en þeir eru með nokkuð gott kerfi fyrir atvinnuleysisbæturnar.

Sjá t.d. hér:

As opposed to all other forms of social security in Denmark, unemployment insurance is voluntary. Thus, you are not automatically insured against unemployment.

Einnig hér:

To be entitled to unemployment benefits when you become unemployed, you must have had at least 52 weeks of work within the last three years and been a member of an unemployment insurance fund for at least one year. 

Auðvitað er ekki þar með sagt að vasar skattgreiðenda séu ekki galopnir fyrir þá sem vinna ekki, vilja ekki vinna og tolla ekki í vinnu. En yfir það heila, fyrir "venjulegt" fólk, þá er atvinnuleysi einkamál hvers og eins, sem hver og einn þarf að tryggja sig fyrir.

Það sem truflar hvað helst að hægt sé að manna ýmsar stöður í Danmörku eru ágeng stéttarfélög sem þvinga fyrirtæki til að borga "lágmarkslaun" (sem eru samt ekki lögbundin í Danmörku).

Geir Ágústsson, 20.9.2011 kl. 10:00

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Rebekka,

Þú segir (réttilega): "Hins vegar græðir samfélagið mikið á góðri menntun ..."

Vandamálið er ekki að fólk mennti sig ekki. Eru ekki 10% Íslendinga skráðir í háskólanám í dag?

Vandamálið er að það er ekki öll menntun góð, sum menntun skilar af sér fólki sem nýtist ekki í neitt verðmætaskapandi, og endar á að vera byrði á öðrum frekar en tannhjól í vélaverkið.

Með því að aftengja alveg kostnað vegna menntunar og ávinning af menntun í formi launa/verðmætasköpunar, þá er nánast tryggt að við menntum fullt af fólki í einhverju sem gagnast fáum sem engum.

Eða af hverju voru sett lög sem skikka öll fyrirtæki yfir 50 manns til að ráða til sín "jafnréttisfulltrúa"? Eða af hverju er öllum skólum sagt að hafa félagsfræðing á sínum snærum? Það er til að koma öllum þessum sérfræðingum, sem enginn bað um, af atvinnuleysisskrá, svo því líði ekki eins og það hafi menntað sig til einskis.

Geir Ágústsson, 20.9.2011 kl. 10:03

5 Smámynd: GunniS

ég giska að þeir sem skrifa hér hafi aldrei þurft að lifa af atvinnuleysisbótum eða þurft að leita til lín um framfærslu.

 mig langar að benda á að í stjórnarskrá íslands er talað um þennan rétt fólks að hið opinbera hjálpi fólki sem missir vinnu, eða veikist. 

svo er það , að í dag er sagt að námslán fyrir einstakling séu 133 þús. en í raun fer framfærsla námsmanns eftir því hvað hann fær margar einingar í stundartöflu, og ég giska að þeim sem skrifa hér finnist það mjög eðlilegt að ná aldrei fullri framfærslu út úr kerfinu hjá lín. 

ég t.d sæki um í haust að komast í rafiðna nám, ég fæ metið helling inn í það nám, t.d er búin með allar almennar greinar, en þá fer skólinn að tala um undanfarareglur að fag áföngum. sem gerir það að verkum að ég fæ aðeins 10 til 14 einingar í stundartöflu á önn, og það flýtir ekkert fyrir mér að vera búin með almennar greinar, út af undanfarareglum um fag áfanga.

ég er búin að leggja inn kvörtun til umboðsmanns alþingis út af þessu, og verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. 

 en svo langar mig að benda þeim sem eru að pósta hér, að atvinnuleysi fór úr 2000 hér um áramótin 2008 / 2009 og upp í 12.000  og það hefur verið á því róli síðan, og tímabundin vinna í einhverju sláturhúsi uti á landi mun ekkert bjarga þeim tölum sem við sjáum hér, það þarf mikið meira til.

GunniS, 20.9.2011 kl. 10:16

6 Smámynd: Geir Ágústsson

GunniS,

Ekki að það komi málinu hérna neitt við eða breyti efnislega því sem ég segi hérna, en ég lét vefja mig í LÍN-netið á tímabili en hef annars haft sem meginreglu að reyna frekar að spara og vinna en neyta og safna skuldum. Atvinnuleysi á ekki að þurfa hrjá neinn sem er við heilsu og er óhræddur við að fá mannaskít á milli naglanna (já, það hef ég prófað).

Réttur til einhvers er réttur einhvers eins til að lifa á öðrum.

Geir Ágústsson, 20.9.2011 kl. 10:58

7 Smámynd: GunniS

nú jæja, ég sæki um gegnum job.is hlutastarf á kenntucky fried chicken, var ekki svarað, einnig við að týna glös aðra hverja helgi á veitingastað, var ekki svarað, eða margar ítrekaðar umsóknir til eimskips, ég er með allt meiraprófið. eða einnig margar ítrekaðar umsóknir til ístaks, núna síðast tilraunir til að komast upp á búðarháls í vinnu þar.eða bara ég setti auglýsingu í fréttablaðið fyrir stuttu og óskaði eftir aukavinnu með skóla, var ekki svarað.

ég get haldið svona lengi áfram, og þú kannski hefur ekki áttað þig á því, en mennnirnri fóru að búa í stórum  hópum því þannig gátu þeir frekar stutt hvor aðra ef upp komu áfföll, og ég skora á þig að flytja út í óbyggðir ef þú telur þer betur borgið þar en í samfélagi við aðra. 

og þín comment um atvinnuleisi, ég get ekki séð að það sé mikið í kollinum á þér.

GunniS, 20.9.2011 kl. 11:24

8 Smámynd: Geir Ágústsson

GunniS,

Vinsamlegast veldu annan vettvang fyrir dónaskap en athugasemdakerfi þessarar síðu. 

Geir Ágústsson, 20.9.2011 kl. 11:51

9 Smámynd: Elle_

Nei, ég held ekki að námststyrkir séu letjandi, alls ekki, heldur hvetjandi.  Og það kerfi þekkist víðar en á norðulöndum.  Þetta væri að mínum dómi jákvætt skref. 

Elle_, 20.9.2011 kl. 19:05

10 Smámynd: Elle_

- norðurlöndum - -

Elle_, 20.9.2011 kl. 19:07

11 identicon

Sæll.

Eins og svo oft áður ratast þér satt orð á munn Geir. Mér finnst hins vegar vanta ákveðnar spurningar í þessa annars stórfinu vangaveltur þínar.

Ég sá hins vegar fyrir ekki svo löngu síðan að það kostar um 8,5 milljónir fyrir okkur að mennta einn lækni. Af hverju á ég að borga fyrir menntun hans? Af hverju borgar læknirinn ekki sjálfur fyrir þá menntun sem mun nýtast honum? Sama á við um aðrar háskólagreinar. Margir læknar kjósa núna skiljanlega að starfa erlendis þrátt fyrir að íslenskt samfélag hafi staðið straum af kostnaði vegna menntunar þeirra. Er það sanngjarnt gagnvart þeim sem hafa borgað brúsann sérstaklega þegar horft er til þess að læknaskortur er orðinn að vandamáli hér?

Á ríkið að vera að skipta sér að því hvort fólk fer í nám og þá hvaða nám (fyrir utan grunnskólanám)? Mætti ekki frekar lækka skatta en vera með námslán? Verður samfélagið því betra eftir því sem við sendum fleiri í gegnum háskólanám?

Það gagnaðist okkur lítið sem þjóðfélagi að hafa ungað út heilum herskara af viðskipta- og lögfræðingum á sama tíma og við þurftum að flytja inn mannskap til að vinna við Kárahnjúka, bæði verkamenn og iðnaðarmenn. Þar fóru verulegir fjármunir úr landi. Háskólamenntun er fín og allt það en hún er í mörgum tilfellum ofmetin, menn mega ekki fá stjörnur í augun þegar að þessu efni kemur og halda að allt sé vinnandi til að hengja lærdómstitla á sem flesta.

Ég held að það sé líka bláköld staðreynd að vegna þess að ég og fleiri borgum fyrir háskólanám allra sem vilja að fleiri fari í háskólanám en ættu og flækist á milli greina og klári aldrei próf í stað þess að reyna að koma sér í starf eða iðnnám sem mun skila þeim meiru en háskólanám sem er aldrei klárað. Það kostar líka pening að skrá sig í nám en vera ekki alvara með því eins og fram kom á visi.is nýlega. Ég hef engan áhuga á að borga fyrir nám annarra en mín sjálfs og minna barna.

Ég las ágæta grein fyrir ekki svo löngu þar sem sumir í USA voru farnir að klóra í sér í kollinum varðandi það hvort hvetja ætti alla til að fara í college með tilheyrandi kostnaði. Menn mega ekki halda að hvaða háskólapróf sem er sé aðgöngumiði að góðu starfi. Sú umræða þarf að fara af stað hér. Ein ágæt námsmey þar í landi taldi það gott að fara og læra kynjafræði við Northeastern háskólann og kom hún úr því námi með um hundrað þúsund $ skuld á bakinu eða einhverja álíka summu. Hún vann sem aðstoðarmaður ljósmyndara eftir nám sitt. Þar tel ég verr farið af stað en heima setið! Feginn er ég að ég borgaði ekki fyrir þetta ævintýri hennar heldur hún sjálf. Þó þetta nám hafi án efa verið sérstaklega dýrt við þennan skóla kostar það samfélagið hér líka verulegar fjárhæðir að klekja út kynjafræðingum sem fara svo í það mikilvæga starf að kyngreina fjárlög.

Helgi (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 23:43

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Helgi,

Heyr, heyr!

Geir Ágústsson, 21.9.2011 kl. 06:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband