Orkusparnaður í Excel

Þeir í Brussel eru duglegir að setja tölur inn í Excel og reikna sig fram til allskyns "hagkvæmra" reglugerða. Ljósaperu-ævintýrið er bara einn lítill angi af þess kyns aðferðafræði, þar sem allt gleymist sem skiptir máli.

Svokallaðar orkusparandi perur eru dýrar í framleiðslu og frá þeim streyma allskyns efni þegar þeim er hent í ruslið. Fé flyst frá allskyns framkvæmdum sem menn telja hagkvæmar, og í ljósaperuinnkaup og -förgun. 

Auðvitað fer samfélagið ekki á hausinn við það að skipta úr ódýrum og eyðslusömum ljósaperum og yfir í dýrar og sparsamari ljósaperur. En á bak við þykka reglugerðabókina eru alls kyns ósýnilegar afleiðingar sem enginn sér í Excel í tölvu í Brussel. 

Bákn sem bannar ákveðnar tegundir af ljósaperum er líklegt til allskyns ríkisafskipta sem er erfitt að sjá fyrir endann á. Leiðin til ánauðar er vörðuð ...sparsömum ljósaperum!


mbl.is Gamla ljósaperan ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var á móti þessum sparperum þangað til að ég heyrði umræðuþátt í Deutschlandfunk þar sem sérfræðingar spjölluðu um kosti og galla þessara ljósapera.

Þau voru ekki öll sátt.  En þegar þau voru spurð hvað væri betra, þá sögðu þau öll að sparperan væri betri.  Sum þeirra þurftu að hugsa sig áður en þau svöruðu.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 14:09

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mest orkusparandi væri að banna sósíaldemókrata.

Þetta smá kemur. Næst eru það kaffivélar, svo eru það útvörpin, svo eru það þvottavélar og svo ert það þú. Öndunarmælir að fólkið.

Evrópusambandið veit svo miklu betur en þú hvað þér er fyrir bestu. Svo gaman að leika sér með líf 500 milljón manna. Tralla lalla la.

Ég er alfarðið á móti þessum nýju Sovétríkjum Evrópu.  

Ljósaperur Evrópusambandsins

Gunnar Rögnvaldsson, 4.9.2011 kl. 14:27

3 identicon

Sæll.

Brussel er sífellt að skipta sér að lífi fólks og þessi stjórnunarárátta er alveg með ólíkindum. Brussel bannar okkur að veiða makríl í okkar lögsögu. Svo má ekki gleyma framgöngu ESB í Icesave málinu.

Af hverju má fólk ekki bara velja "rangt" í friði fyrir einhverjum sjálfskipuðum "sérfræðingum"? Of langt hefur verið gengið í því að treysta alls kyns "sérfræðingum" og að láta þeim eftir að ákveða hitt og þetta. Rökrétt er auðvitað að banna alfarið reykingar innan ESB og mun það líka spara svimandi fjárhæðir, auka lífsgæði ásamt því að spara gjaldeyri og það hljóta sérfræðingarnir að fíla í botn. Það er rökrétt, ekki satt?

Málið snýst samt ekki um hvað er "rökrétt" og hvað ekki né heldur hvað einhverjir "sérfræðingar" telja, málið er auðvitað að sumir eiga ekki að þvinga sínu upp á aðra - fólk á að hafa frelsi til að taka vitlausar ákvarðanir eins og skynsamar. Verður nokkur biskup óbarinn?

Helgi (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband