Hvað vakir fyrir Kínverjanum?

Á einum stað er spurt:

Hverjum gera menn til hæfis til að verða milljarðamæringar í einræðisríki?

Ég heyrði athyglisverða umræðu í dönsku útvarpi um þetta landakaupamál. Þar veltu menn því fyrir sér hvað vakir fyrir Kínverjanum, og kínverska ríkinu ef því er að skipta. Eru Kínverjar að búa sig undir kapphlaupið um auðlindir Norðurskautsins? Hvað kemur á eftir ferðamannasvæði? Flotastöð? Hver veit?

Nú ætti í sjálfu sér ekkert að vera að því að Kínverji kaupi skika á Íslandi og að Íslendingur kaupi skika í Kína eða hvar sem er. En það er athyglisverð vangavelta sem felst í því að hér komi kínverskur milljarðamæringur, úr einræðisríki, og sjái viðskiptatækifæri í ferðamennsku á milli gjaldþrota Evrópu og gjaldþrota Bandaríkjanna í skika á hjara Norðurskautsins. 


mbl.is Óeðlilegt að geta keypt stórar jarðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er áhugaverð pæling.  Hvað sér maðurinn í þessarri fjárfestingu sem enginn annar hefur séð fyrr?

Flotastöð segir þú.  Samþykkir NATO slíkt, við erum jú í NATO og skuldbindingar í báðar áttir þ.e. frá okkar hálfu og NATO,. 

itg (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 18:51

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kínverjar vilja fá áheyrnarfulltrúa í svokallað Norðurskautsráð, að því er mér skildist í hinu danska útvarpi. Norðmenn eru til í það, en Rússar ekki.

Ég gef mér að Kínverjar fái þennan fulltrúa á endanum. Næsta skref er svo auðvitað að fá atkvæðisrétt í þessu ráði. Svo kemur að því að menn þurfa að ræða fjármögnun á flota og eftirliti á svæðinu, og með gjaldþrota Bandaríkin og Evrópu verður freistandi að fá "aðstoð" frá Kínverjum. 

En hver veit. Kannski er gullnáma í lúxustúrisma á skika á Íslandi fjarri næsta alþjóðaflugvelli. Hver veit?

Svo má líka spurja sig: Hvaða umræða hefur sprottið upp í kringum landa- og "auðlinda"kaup íslenskra ríkisborgara í öðrum löndum? Eiga Íslendingar ekki orkuver í Austurlöndum og Afríku, og kvóta í ESB?

Geir Ágústsson, 4.9.2011 kl. 19:16

3 identicon

Einhverjir útrásarvíkinganna áttu vínekrur í Makedóníu.

Ef Huang sýnir fram á hvað hann ætlar að gera, þá er þetta í fínu lagi.  Það er auðvitað ekki áhugavert ef hann kaupir landið og gerir síðan ekki neitt við það. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 19:43

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ef hann býr til störf í landinu og vill treysta einhverjum íslenskum banka fyrir hluta af peningunum sínum, finnst mér bara að við ættum að gefa honum þetta land og ekki selja. Bara með skylirði að hann getir ekki selt það, lánað eða veðsett.

Það verður hvort eð er einskis virði þegar allt fólk sem getur er flutt burtu til að bjarga fjölskyldum sínum... allir að vera jákvæðir og fagna þessum manni.

Óskar Arnórsson, 4.9.2011 kl. 21:01

5 identicon

Ef kínverjum vantar adstödu fyrir flotastöd er thad bara jákvætt fyrir efnahag Íslands.

Er kaninn fór voru tárinn ekki tilkomin vegna ástarsöknudar á ríkinu sem yfirgaf okkur. Held ad eftirsjá af tekjum, sem ad vísu höfdu minnkad allverulega, áttu sök á theim.

Framtíd Íslands er í túrisma og thurfum vid á hjálp utanadkomandi adila ad halda til ad byggja upp slíkan idnad. Oft er thad ad vid sjáum ekki möguleikana í thví umhverfi sem vid erum alin upp í.

Jón Páll Gardarsson (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 00:05

6 Smámynd: Sólbjörg

Hvað gerum við þegar næsti auðmaður knýr dyra og vill kaupa land....og svo næsti, og næsti?

Sólbjörg, 5.9.2011 kl. 02:18

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Sólbjörg,

Hvernig ætli Bahamas og Jómfrúreyjum í karabíska hafinu vegni? Nú hef ég enga tölfræði við höndina, en ég get ímyndað mér að stór hluti af umráðasvæði þessara eyja séu "eign" útlendinga, t.d. kvikmyndastjarna sem eiga þar heilu eyjurnar. 

Er hrikalega slæm reynsla af slíku fyrirkomulagi? Að fullráða ríki hafi undir sér stórar landareignir útlendinga, frekar en margar smáar í eigu innfæddra?

Geir Ágústsson, 5.9.2011 kl. 06:54

8 identicon

Geir:  Já svona eins og í Simbabwe.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 09:33

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Stefán,

Þetta máttu alveg endilega útskýra betur. Eru stórir skikar af Zimbabwe í eigu útlendinga, eða voru það fyrir æðiskast Mugabe og eftirfarandi gjaldþrot landsins? Geri ráð fyrir að þú vísir til þess að núverandi "eignarhald" óteljandi innfæddra sé verra en það sem áður var - eignarhald fárra á stórum skikum. Óþarfi að útskýra það þá nema með tilvísun í núverandi efnahag landsins.

Geir Ágústsson, 5.9.2011 kl. 10:01

10 identicon

Geir:  Landinu var skipt niður og gefið "innfæddum".  Það var tekið af mönnum sem kunnu að nýta landið til þeirra sem höfðu ekki hugmynd um landbúnað.  

Það er alltaf best að menn eigi landið sem kunna að nýta það í hvaða tilgangi sem er ef hann er innan laga. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 10:08

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér finnst erfitt að ímynda sér aðila sem er verri til að eiga land en ríkisvaldið.

Dæmi:

http://en.wikipedia.org/wiki/Aral_Sea

Spurninginn í tilviki Kínverjans á Íslandi (eða Íslendinga í útlöndum): Er eignarhald landsins nægilega vel skilgreint til að eigandinn sjái hag sínum best borgið með því að varðveita gæði og endursöluverð landsins eins vel og unnt er?

Geir Ágústsson, 5.9.2011 kl. 11:54

12 identicon

Viðskiptahugmyndin er snjöll ... reisa golfvöll á Grímsstöðum á Fjöllum.  Mig hefur lengi langað að spila þar golf í janúar og febrúar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 12:21

13 identicon

Stefán eigum við að breyta setningunni "Það var tekið af mönnum sem kunnu að nýta landið til þeirra sem höfðu ekki hugmynd um landbúnað." í "Kvótinn var tekin af mönnum sem kunnu að nýta miðin og fluttur til þeirra sem höfðu ekki hugmynd um sjávarútveg."

En þannig er sjávarútvegsstefna Samfylkingarinnar í hnotskurn.

Björn (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 16:43

14 identicon

Björn,  setningin um kvótann passar vel þegar kvótakerfið var sett á.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 16:47

15 Smámynd: Geir Ágústsson

Mér skilst að fjölmörg ríki líti á hið íslenska kvótakerfi sem fyrirmynd frekar en eitthvað annað þegar kemur að "stjórnun fiskveiða". Eða hvar er sjávarútvegur nettógreiðandi skatta í mörgum löndum f. utan Ísland (í heiminum)?

Geir Ágústsson, 5.9.2011 kl. 18:27

16 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er ekkert að því að Kínverji eða hver sem er kaupi svo sem eina jörð. En þegar landsvæði fyrir hótel og golfvöll er orðið jafn stórt og Malta er skiljanlegt að mönnum bregði.

Það er eitthvað bogið við þetta. Ef það hljómar of gott til að vera satt, þá ....

Haraldur Hansson, 6.9.2011 kl. 00:55

17 identicon

Haraldur Hansson:  Gat hann keypt aðeins þann hluta jarðarinnar sem hann vildi?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 05:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband